Það eru góðir hlutir að gerast í Bretlandi fyrir okkur karlmenn. Nýlega tilkynnti Mike Buchanan um framboð karlréttindaflokksins Justice for Men and Boys til þingkosninga þar í landi sem fram munu fara árið 2015.
Þetta eru mjög merkilegar fréttir fyrir karla og drengi þar sem þetta er fyrsta karlréttindaframboðið sem mér er kunnugt um að komið hafi fram í heiminum.
Hér er Buchanan att saman við forréttindafemínistann Lauru Bates sem m.a. stendur að Every Day Sexism Project í útvarpsþætti Jeremy Vine á BBC 2. Þau rökræða hér nokkur af þeim málum sem framboð Buchanan ýmist berst fyrir eða gegn. Meðal þessara mála eru:
- Það að yfirvöld tryggi konum réttindi sem karlar hafa ekki þrátt fyrir að karlar standi undir 72% tekjuskattstekna ríkisins og séu helmingur kjósenda.
- Það að opinberu fé sé nánast eingöngu varið í baráttu og úrræði gegn ofbeldi sem konur verði fyrir þrátt fyrir að karlar séu 40% fórnarlamba heimilisofbeldis. Þannig séu t.d. yfir 4.000 kvennaathvörf rekin í Bretlandi en aðeins 15 karlaathvörf.
- Síðast en ekki síst það hvernig lög um kynjakvóta hafa stuðlað að því að hæfileikalitlar konur sitji nú í stjórnum fyrirtækja sem hafi leitt til minni arðsemi og samkeppnishæfni fyrirtækjanna.
Þar sem mótherjar Buchanan virðast alltaf misskilja þetta síðasta atriði viljandi skal tekið fram að Buchanan heldur því ekki fram að minnkandi arðsemi sé vegna þess að konur séu hæfileikaminni en karlar. Buchanan er hér einfaldlega að vísa í rannsóknir sem sýna fram á minnkandi arðsemi fyrirtækja sem sæta þurfa því að velja fólk út frá kynferði en ekki verðleikum til stjórnarstarfa.
Þá bendir hann á þá ósköp einföldu staðreynd að skv. öðrum rannsóknum eru miklu færri konur en karlar sem hafa áhuga á að leggja höfuðáherslu á starf og starfsframa í lífi sínu frekar en t.d. fjölskyldu og einkalíf. Það eitt skýrir auðvitað minna hlutfall kvenna í yfirstjórnum fyrirtækja.
Konur, sem byggja árangur í starfi á eigin ágæti, eru auðvitað engir eftirbátar karlanna sem þær keppast við og mýmörg dæmi eru til um slíkar konur. Hreyfing forréttindafemínista hefur hinsvegar, með kröfum um kynjakvóta, stuðlað að því að fjöldi kvenna situr í stjórnum fyrirtækja án þess að hafa þurt að vinna til þess af sama ákafa og stallbræður þeirra. Þetta byggir á þeirri femínísku furðuhugmynd að góður árangur á framabrautinni sé einhverskonar fæðingaréttur kvenna sem þær eiga ekki að þurfa að vinna fyrir.
Það er slæmt fyrir konur, karla og samfélagið allt að þetta viðhorf ábyrgarleysis og heimtufrekju skuli hafa komist í tísku og njóti jafnvel vaxandi vinsælda hjá fólki sem nær alltaf eru konur (sem hafa beinan hag af kröfunni) eða fólk sem hefur ekkert vit á eða hefur aldrei komið nálægt fyrirtækjarekstri.
Eins og við er að búast þegar karl kemur fram, sem ekki sýnir forréttindafemínistum einarða fylgispekt, mætir Buchanan talsverðum stælum og svívirðingum. Bæði af hálfu mótherja síns í rökræðunni sem flissar t.d. tvisvar undir málflutningi hans, en einnig frá hlustendum sem ýmist hringja inn eða senda skilaboð með hinum klassísku vangaveltum um það hvort maðurinn sé af þessari reikistjörnu eða annari og hvort hann hafi ferðast hingað úr fortíðinni. Eins málefnalegt og það nú er.
Buchanan er að vinna mikilvægt brautryðjendastarf í þágu jafnréttis, karla og drengja. Ef hann heldur vel á spöðunum mun þetta starf hans hafa meiri áhrif en hann órar fyrir þó það verði kannski seinna en hann áætlar. Við munum sjá meira af Mike og framboðinu Justice for Men and Boys hér á næstunni.
–
SJ
18.3.2013 kl. 19:18
Stundum veit ég ekki hvort að fólk ákveði að misskilja eitthvað fyrirfram eða hvort það sé bara heimskt.
Maðurinn er einfaldlega að segja að hann telji að það sé meira um alvarlega workaholics meðal karlmanna en kvennmanna, sem leiði til þess að það séu fleiri stjórnendur = þeir sem vinna sig upp á toppinn af því kyni…
Það þarf svo ekkert annað en að tékka á rannsóknir um slík mál til að gá hvað fólki finnst um slíkt og athuga hvernig þær rannsóknir voru gerðar, til að sjá hvort þér finnst þær trúverðugar…
Punktur…
Stelpan var miklu betri speaker en hann, fannst hún rúlla honum upp, þrátt fyrir að ég var ekki sammála því sem hún hélt fram.
Kallinn þarf eitthvað að æfa sig ef hann ætlar að taka svona slagi…
19.3.2013 kl. 23:44
Ég held að það sé ansi algengt í þessari blessuðu kynjaumræðu að hlutirnir séu misskildir viljandi. Ég þekki t.d. þessar rannsóknir á lífsáherslum kvenna og karla ágætlega, hef kynnt mér þær og talað sjálfur við Catherine Hakim.
Málið er að rannsóknir Hakim og aðrar áhugasviðsrannsóknir (sem ekki eru unnar af femínistum) kippa einfaldlega stoðunum undan þeim kenningum sem lög um kynjakvóta grundvallast á. Það er hreint ekki óskiljanlegt að rökþrota femínisti vilji helst ekki ræða þessar rannsóknir málefnalega.
En já, ég hef verið að fylgjast með honum og því sem hann er að gera. Hann er rökfastur en hann gæti verið mildilegri í framkomu og svo held ég að það sé ekki svo erfitt að fyrirbyggja þessa strámenn sem notaðir eru á hann.
Svo er hitt að maður á því hreinlega ekki að venjast að sjá femínista mæti sterkum mótrökum í sjónarpsi eða útvarpi. Yfirleitt er allt étið upp sem femínistar segja, sama hversu bersýnilega fjarstæðukennt það er.
20.3.2013 kl. 22:55
Hún tapaði á flissinu. Kjánalegt og erfitt að trúa að manneskja sem hagar sér svona hafi mikið til síns máls.