Bækur: Prone to Violence (Frítt eintak)

14.3.2013

Bækur

erin_pizzey_jeff_shapiro_prone_to_violence

Bókin Prone to Violence eftir Erin Pizzey og Jeff Shapiro byggir á niðurstöðum rannsókna Erin Pizzey og vinnu hennar með fólk sem til hennar leitaði vegna heimilisofbeldis. Pizzey er, eins og áður hefur komið fram á þessari síðu, stofnandi eins fyrsta kvennaathvarfs í heimi, Chiswick Women’s Aid.

Í hugum fólks með femínískar hugmyndir um eðli og orsakir heimilisofbeldis í forgrunni, eru niðurstöður þær sem hér eru kynntar líklegast nokkuð merkilegar. Konum sem leituðu á náðir kvennaathvarfsins í Chiswick má nefninlega skipta í tvo megin hópa:

Annarsvegar konur sem lent höfðu í ofbeldissambandi og leituðu á náðir athvarfsins til að komast úr því. Hinsvegar konur sem voru sjálfar ofbeldisfullar og fastar í viðjum þess sem mætti kannski kalla ofbeldislífsstíl þar sem þær voru allt eins gerendur eins og þolendur og sýndu jafnvel meiri árásargirni en makar þeirra sem eiginmenn/sambýlismenn og börn þeirra verða fyrir barðinu á.

Rannsóknir Pizzey benda til að um 60% þeirra kvenna sem sóttu á náðir kvennaathvarfsins í Chiswick tilheyrðu síðari hópnum en seinni tíma rannsóknir, sem ekki eru unnar af femínistum, hafa bent til svipaðrar niðurstöðu. Pizzey getur sér til að um einskonar sjúklega ánetjun sé að ræða og bókin hefur að geyma frásagnir kvenna sem virðast benda til þess.

Fyrir þessar rannsóknir sínar og þá and-femínísku niðurstöðu sem hún kemst að, mátti Erin þola útskúfun og ofsóknir af hálfu femínista sem vilja auðvitað ekki heyra neitt annað en að konur séu fórnarlömb karlmanna í einu og öllu og að ofbeldi karla gegn konum sé aðeins ein birtningarmynd alheimssamsæris karla gegn konum.

Skilaboð Pizzey vekja upp áleitnar og löngu tímabærar spurningar. S.s. hvort og hvernig femínískar staðalhugmyndir um heimilisofbeldi styðji við og viðhaldi tilteknum tegundum ofbeldis og hvort fórnarlömb ofbleldiskvenna (bæði fullorðnir karlmenn og börn) falli utan aðgerða og úrræða samfélagsins þegar kemur að forvörnum og meðhöndlun fórnarlamba heimilisofbleldis.

Það er kannski rétt að taka fram að bókin er ekki fyrir veimiltítlur en hún hefur að geyma lýsingar á raunverulega ofbeldi sem er á köflum ansi ógeðslegt.

Hægt er að nálgast eintak af bókinni frítt með því að smella hér og er það með samþykki höfunda.

Útgáfuár: 1982
Síðufjöldi: 105 (stytt rafræn útg.)

SJ

| Taktu þátt | Óskast | Rannsókna- & heimildasafn |

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: