Breski heimildaþátturinn Counterblast með Erin Pizzey

3.2.2013

Blogg, Myndbönd

Í þessum þætti Counterblast frá 1999, skyggnumst við inn í líf og störf kjarnakonunnar Erin Pizzey. Erin afrekaði það að stofna eitt fyrsta kvennaathvarf í heiminum; Chiswick Women’s Aid í Bretlandi árið 1971 eða um svipað leyti og kvennabyltingin var að brjótast út.

Erin féll fljótlega í ónáð femínista. Annarsvegar fyrir það að eiga erfitt með að kyngja hugmyndinni um að konur væru þrælar karla og hinsvegar fyrir það að upplýsa um þá niðurstöðu sína að heimilisofbeldi væri oftast gagnkvæmt milli hjóna/sambýðarfólks og konur virkir gerendur í því til jafns við karlmenn.

Hún lýsti í upphafi þeirri skoðun sinni að ekki ætti að kyngera baráttuna gegn heimilisofbeldi. Eins ótrúlegt og það kann að virðast þá fékk hún fyrir vikið líflátshótanir frá femínistum vegna þessara skoðana sinna og mátti þola það að vera skipulega sniðgengin á umræðuvettvangi sem femínistar stjórnuðu.

Þátturinn veitir áhugaverða innsýn í það hvernig forréttindafemínistar stjórna baráttunni gegn ofbeldi með harðri hendi og haga henni þannig að karlmenn og börn sem þola ofbeldi af háflu kvenna gleymast.

Myndgæðin eru því miður ekki með besta móti en efnið stendur fyrir sínu.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: