Sarpur | Blogg RSS feed for this archive

Feitar, réttdræpar mellur

2.3.2014

13 athugasemdir

Í þessu afar áhugaverða innslagi fréttaþáttarins Ísland í dag frá 28. feb sl. útskýrir talskona Femínistafélags Íslands, Steinunn Rögnvaldsdóttir, hvernig; a) það lýsir ekki kvenfyrirlitningu þegar Hildur Lilliendahl Viggósdóttir kallar konur feitar, réttdræpar mellur, en b) það lýsir kvenfyrirlitningu þegar karlmaður kallar konur feitar, réttdræpar mellur. – SJ | Taktu þátt | Óskast | Rannsókna- & heimildasafn |

Continue reading...

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir

28.2.2014

11 athugasemdir

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir hefur undanfarin svona þrjú, fjögur ár verið kyndilberi forréttindafemínisma á Íslandi. Ég vil meina að hún hafi tekið við keflinu af Sóleyju Tómasdóttur sem gegnt hafði þessu hlutverki í nokkur ár á undan Hildi og mörgum þótti ganga dólgslega fram. Ég man eftir Hildi á póstlista Femínistafélags Íslands fyrir fjöldamörgum árum en […]

Continue reading...

Kjaftasaga um kjaftasögu: Þetta sýnir karlfyrirlitninguna

25.2.2014

Ein athugasemd

Um liðna helgi birti DV viðtal við Sigríði Dögg Auðunsdóttur, ritstjóra Fréttatímans. Ég las glefsurnar sem birtust á vefmiðlinum yfir helgina og það er óhætt að segja að þær höfðu sterkan femínískan stíl. Sigríður segir t.a.m. að konur eigi að heimta yfirmannastöður því þær eigi það skilið. Við fáum frá henni sögu af karlmanni sem var […]

Continue reading...

Meint kynferðisbrot á Ísafirði

21.2.2014

16 athugasemdir

Um miðjan desember á síðasta ári sögðu helstu fréttamiðlar okkur frá meintu kynferðisbrotamáli á Ísafirði þar sem fimm karlar voru sagðir hafa brotið gegn ungri konu. Ég segi meintu en það vakti strax athygli mína að fjölmiðlar töluðu ekki um meint kynferðisbrot eða nauðgun heldur virtist bara gengið út frá sekt karlanna frá upphafi. Þannig […]

Continue reading...

Hin ástralska Hjördís Svan?

17.2.2014

Ein athugasemd

Það er orðið rúmt ár síðan ég birti hér á síðunni innslag úr fréttaskýringarþættinum 60 mínútum um mál sem mér þótti minna mjög á brottnáms- og tálmunarmál Hjördísar Svan. Ég birti þetta fyrst og fremst vegna þess að mér þótti áhugavert að sjá muninn á starfsaðferðum íslenskra fréttamanna og ástralskra í málum sem þessum. Þeir […]

Continue reading...

Rannsóknasamantekt: Konur jafn ofbeldishneigðar og karlar í nánum samböndum

7.2.2014

4 athugasemdir

Dr. Martin Fiebert, Prófessor í sálfræði við Kaliforníuháskólann við Long Beach, hefur um árabil haldið úti samantekt yfir rannsóknir sem benda til að konur séu jafn ofbeldishneigðar ef ekki ofbeldishneigðari en karlar í nánum samböndum. Samantektina hefur hann uppfært reglulega og gengur hún almennt undir heitinu ,,Fiebert Bibliography“. Heimilisofbeldi eða ofbeldi í nánum samböndum er […]

Continue reading...

Fyrirlestur TEDxYouth: Raunverulegt kynjajafnrétti

1.2.2014

2 athugasemdir

Í þessum stutta fyrirlestri ræðir hinn sautján ára gamli menntaskólanemi, Adrian Martinon, fjögur samfélagsleg vandamál þar sem karlar búa við misrétti á grundvelli kynferðis: Heimilisofbeldi, nauðganir, falskar ásakanir og kynbundinn refsimun. Misréttið sem greina má í þremur af þessum fjórum vandamálum, má auðvitað rekja beint til baráttu forréttindafemínisma fyrir lögbundnum sérréttindum fyrir konur. Hvað varðar […]

Continue reading...

Brottnáms- og tálmunarmál Hjördísar Svan: Hanna Birna svarar

28.1.2014

26 athugasemdir

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær lagði þingmaður Bjartrar framtíðar, Björt Ólafsdótttir, fram fyrirspurn um brottnáms- og tálmunarmál Hjördísar Svan. Fyrirspurninni beindi hún til Innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og þykja mér svör Hönnu Birnu varpa ljósi á spurningar sem velt er upp í tveimur eldri færslum hér á þessum vef, annarsvegar Brottnáms- og tálmunarmál […]

Continue reading...

Drengjum mismunað á Neskaupsstað

24.1.2014

5 athugasemdir

Forréttindafemínistar eru svo skemmtilega innréttaðir að þeir geta sagst vera á móti hverskyns kynbundinni mismunun á sama tíma og þeir beinlínis berjast fyrir og standa fyrir einmitt því; kynbundinni mismunun. Hér á landi starfa t.d. ýmis samtök femínista, sem að hluta eru fjármögnuð með opinberu fé, sem veita aðeins konum aðstoð og mismuna þannig körlum. […]

Continue reading...

Bleikt.is: Fimm ástæður þess að karlmenn eru óþarfir

19.1.2014

10 athugasemdir

Ég ætlaði vart að trúa mínum eigin augum þegar ég las grein sem mér var bent á núna skömmu eftir áramót. Greinin birtist á vefnum bleikt.is þann 3. janúar sl. og er að hluta til þýðing upp úr grein eftir Hanna Rosin, sem færði okkur bókina The End of Men and the Rise of Women. […]

Continue reading...