Forréttindafemínistar eru svo skemmtilega innréttaðir að þeir geta sagst vera á móti hverskyns kynbundinni mismunun á sama tíma og þeir beinlínis berjast fyrir og standa fyrir einmitt því; kynbundinni mismunun. Hér á landi starfa t.d. ýmis samtök femínista, sem að hluta eru fjármögnuð með opinberu fé, sem veita aðeins konum aðstoð og mismuna þannig körlum.
Vísir.is birtir í dag frétt þess efnis að öllum unglinsstúlkum á Neskaupsstað hafi verið boðið á sjálfsstyrkingarnámskeið. Fram kemur að þetta standi aðeins stúlkum bæjarins til boða en ekki drengjum. Það er námsráðgjafinn Hildur Ýr Gísladóttir sem stendur fyrir þessu og segir í samtali við Vísi að hugmyndin hafi vaknað eftir að dóttir hennar komst ekki á námskeiðið Stelpur geta allt sem Kristín Tómasdóttir hélt á Austurlandi í sumar sem leið.
Svona námskeið kostar peninga og þeir sem ákváðu að styrkja þetta og mismuna um leið drengjum, eru: Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupsstað í höfn, Síldarvinnslan og Félagsmálanefnd Fjarðabyggðar auk þess sem Kristín Tómasdóttir veitir styrk í formi afsláttar. Kristín þessi er einmitt mikill femínisti og kemur úr fjölskyldu sem hefur aldeilis látið til sín taka á þessu sviði en hún er systir Sóleyjar og Þóru Tómasardætra og dóttir Guðrúnar Jónsdóttur, talskonu Stígamóta.
Aðspurð um ástæðu þess að hún taldi þörf á svona námskeiði fyrir stúlkur segir hún: ,,Mér finnst stelpur almennt þurfa að styrkja sjálfsmynd sína til að takast á við lífið og allar þær kröfur sem gerðar eru til stúlkna“. Hildur segir ekki beinum orðum að sér finnist stúlkur þurfa á sjálfsstyrkingu að halda umfram drengi, en ég get ekki annað en túlkað orð hennar og athafnir á þann veg að hún telji einmitt svo vera.
Hér er á ferðinni þrálát furðuhugmynd úr smiðju forréttindafemínista sem rekja má til bókar Carol Gilligan frá árinu 1982, In a different Voice. Í henni kynnti hún m.a. hugmyndir sínar um að sjálfsmynd stúlkna mætti einhverjum sérstökum áskorunum þegar þær kæmust á unglingsaldur. Ég held að það hversu vel bókinni var tekið af femínistum, hafi ekki síst verið því að þakka hve dramatísk Gilligan var í framsetningu hugmynda sinna. Tilfinningaklám eins og að raddir stúlkna þögnuðu er auðvitað eitthvað sem lætur ekkert femínistafólið ósnortið.
Fyrir þá sem vilja kynna sér andsvör við þessum hugmyndum mæli ég með bók Christinu Hoff Sommers, The War Against Boys.
SJ
24.1.2014 kl. 22:10
Það sló mig líka að lesa þessa frétt í morgunn, og ég velti því fyrir mér hvort verið gæti að allir strákar á Neskaupsstað væru með svona svakalegt og réttlætanlegt sjálfstraust, að óþarfi væri að sinna þeim. Að sjálfsögðu tel ég strákana líka hafa gott af námskeiði, en skyldi þurfa að kaupa námskeið af Bjarna Friizson, sem ritar Strákabókina skv. eftirfarandi frétt http://bleikt.pressan.is/lesa/kristin-tomasdottir-styrkir-sjalfsmynd-unglingsstulkna/? Ætli þurfi þá ekki einhverja feður af svæðinu til að safna fyrir slíku, og hverni skyldi það nú ganga að afla fjárins?
25.1.2014 kl. 21:12
Aðalatriðið hér er að námskeið þetta er að hluta til fjármagnað með skattfé. Það er óverjandi að ríki eða sveitarfélög fjármagni beina mismunun. Þó er það nú þannig að hið opinbera gerir það víða þegar mismununin beinist gegn körlum enda er slíkt í tísku um þessar mundir.
Ef við skoðum svo einkaframtaksrökin, þ.e. að konan sem tók upp á þessu hafi gert það af eigin frumkvæði og hafi þar af leiðandi frjálsar hendur, má þá ekki eins beita sömu rökum á einkarekin fyrirtæki sem þurfa að lúta íþyngjandi aðgerðum sem mælt er fyrir í jafnréttislögum?
Um námskeið/bók Bjarna Fritzonar: Ég hef ekki kynnt mér efnið en svona í ljósi þess að hann ritar þetta með Kristínu Tómasdóttur þá geld ég varhug við. Þegar femínistar taka til við að vinna í drengjum þá gengur það yfirleitt út á að móta þá að femínískum hugmyndum. Slík úrræði fela oft í sér bælingu á eðlilegri drengjahegðun og jafnvel skilaboðum til drengja að þeir séu í eðli sínu ,,gölluð vara“.
24.1.2014 kl. 22:53
Góð ábending. En like hnappurinn virkar ekki
25.1.2014 kl. 21:13
Takk fyrir ábendinguna. Hefur væntanlega verið eitthvað tilfallandi þar sem hann virðist virka núna.
27.1.2014 kl. 10:38
Það er vert að taka fram að eiginmaður Hildar er Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, sem hefur eflaust hjálpað til við að fá styrki til að senda stúlkurnar á umrætt námskeið.
Það kemur mér samt smá á óvart að hún hafi staðið fyrir þessu því ég veit að hún er mikill jafnréttissinni og ég hef aldrei séð merki um forréttindafemínisma hjá henni, þó ætla ég ekki að fullyrða neitt um það.