Enn einn femínistinn opinberar baráttu hreyfingarinnar gegn mannréttindum

5.10.2013

Blogg

Þeir sem lesa þetta blogg reglulega ættu að vera farnir að sjá að mér er það mjög hugleikið hvernig hreyfing, eins og femínistahreyfingin, getur talið almenningi trú um að hún sé mannréttindahreyfing á sama tíma og hún berst opinskátt fyrir afnámi tiltölulega nýfenginna almennra mannréttinda sem ætlað er að vernda alla borgara, konur og karla, gegn kúgun af hendi yfirvalda.

Hér er ég að tala um þá grundvallarreglu réttarríkissins að manneskja skuli teljast saklaus uns sekt hennar er sönnuð. Ég þykist hafa vissu fyrir því að hugmyndin um afnám þessara mannréttinda njóti nokkuð almenns fylgis innan femínistahreyfingarinnar. Henni sé bara ekki haldið fram opinberlega nema þegar femínistar telja að uppi sé andrúmsloft sem geri almenning mótttækilegan fyrir afnámi þessara mannréttinda sinna (sjá t.d. hér), eða þegar einhver femínistinn hleypur útundan sér og talar af sér (sjá t.d. hér og hér).

Nú hefur enn einn femínistinn bæst í hópinn en hann segist hreinlega vilja henda þessari setningu, sem hann kallar svo, langt út í hafsauga. Þá bera orð hans með sér að hann telji sig síður svo einan um þessa skoðun:

Saklaus uns sekt er sonnuð fleygt út í hafsauga

Það er engin þörf á að vera löglærður til að lesa lög. Þau eru öll aðgengileg, hverjum sem er, hvenær sem er á veraldrarvefnum. Ef þessi femínisti hefði ómakað sig við að kynna sér þau, þá hefði honum lærst að þessa „setningu“ er að finna í Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins og hinum ýmsu mannréttindasáttmálum, t.a.m. Mannréttindasáttmála Evrópu sem leiddur hefur verið í lög hér á landi.

Lausleg rannsóknarvinna myndi líka leiða honum fyrir sjónir að þessa hugmynd má fyrst finna í rómverskum lagatexta frá sjöundu öld e.Kr. en það er svo ekki fyrr en á þeirri tuttugustu sem þessi mikilvægu mannréttindi eru innleidd í hinum vestræna heimi á hátt sem kalla mætti almennan. Fyrst í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna sem samþykkt var á allsherjarþingi þeirra þann 10. desember 1948 og loks Mannréttindasáttmála Evrópu sem undirritaður var í Róm þann 4. nóvember 1950 en tók formlega gildi árið 1953.

Ég held ég hafi sýnt fram á það nógu oft að femínistahreyfingunni finnst þessi mannréttindatilraun vera fullreynd og að hreyfingin telji nú tímabært að yfirvöld svipti borgara þessum mannréttindum og þar með þeirri miklu vernd sem þau veita okkur gegn annars mögulegu ofríki yfirvalda. Þessi hugmynd er þó einkum reifuð í samhengi við mál þar sem afnám þessara mannréttinda myndu einkum henta konum og vera á kostnað karla.

Merkileg mannréttindahreyfing þetta.

SJ

| Taktu þátt | Óskast | Rannsókna- & heimildasafn |

3 athugasemdir á “Enn einn femínistinn opinberar baráttu hreyfingarinnar gegn mannréttindum”

 1. Símon Says:

  Feminismi er eins og lýðræði, það bara virkar ekki og á endaum étur börnin sín

  • Eva Hauksdóttir Says:

   Þetta er einkennilega orðað hjá þér Símon. Að vísu er lýðræði aldrei fullkomið en varla ertu að mæla með einræði?

 2. Helga Dögg Says:

  Mikið hljóma orð Ólafs Guðmundsonar einkennilega. Hann gefur í skyn að stúlkan hafi ekki vit á hvernig hún eigi að koma sér út úr aðstæðum og koma höggi á þolendur, þó 18 ára sé. Hef engar forsendur til að dæma í málinu en eitt veit ég, stúlkur gera þetta sem umrædd stúlka gerði. Mörgum þykir betra að fara í gegnum kerfið með nauðgunarákæru heldur en horfast í augu við veruleikann, t.d. þegar þær hafa haldið framhjá kærasta sínum. Ýmis rök eru notuð, þær tældar til samræðis, þær of drukknar…o.s.frv. Menn sem eru ákærðir fyrir tilhæfislausa nauðgun koma illa út úr þeim málum sem fylgir þeim um ókomin ár og væri fróðlegt að heyra hve margir hafa lent í þeim ófögnuði. Verra er að stúlkunum er sýnd samúð á meðan karlmaðurinn má bara eiga það sem úti frýs. Álag fjölskyldu er mikið þegar svona mál koma upp, bæði hjá konunni og karlinum.

%d bloggurum líkar þetta: