Af ólöglegu brottnámi barna

29.9.2013

Blogg

Mér finnst ekki úr vegi að vekja athygli á meðfylgjandi myndbandi aftur. (Sjá fyrri umfjöllun hér). Í myndbandinu er fjallað um mál sem er að mörgu leyti sláandi líkt máli Hjördísar Svan sem sínkt og heilagt nemur börn sín ólöglega á brott og flytur þau milli landa.

Það er einkum tvennt sem er ólíkt með máli Hjördísar og því sem fjallað er um í þessu myndbandi. Annað er að íslenska ríkið fékkst ekki til að brjóta ákvæði Haag samningins eins og ástralska utanríkisþjónustan gerði sig seka um í þessu tilfelli. Hitt er að íslenska þjóðin virðist ekki hafa efni á að reka alvöru fréttastofur með alvöru fréttafólki, ólíkt áströlum. Sem er miður.

Fólk sem lítur á tilfinnningar sínar sem ákjósanlegan og fullnægjandi réttlætiskompás mun auðvitað ekki vera í vafa um hver er fórnarlambið í þessu máli eftir að hafa horft á myndbandið – þeirra réttlæti er einfaldlega talið í tárum. Fyrir okkur hin, og ekki síst börnin í málinu, er það aftur á móti sagan sem kemur í ljós handan táranna sem skiptir máli.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: