Meinsemdir kynjafræðinnar er meginumfjöllunarefni Dr. Christinu Hoff Sommers í þessum fyrirlestri sem hún titlar; Sex, lies and feminism. Fyrirlesturinn var haldinn við lagadeild Toledo Háskóla þann 14. mars 2012. Því miður heyrast spurningar úr sal illa í lok fyrirlestursins en meginefnið stendur þó alveg fyrir sínu.
Sommers ætti að vera fastagestum kunn en tvær bóka hennar eru á bókalista vefsins. Þetta eru bækurnar Who Stole Feminism og The War Against Boys. Þá má segja að hugtakið forréttindafemínismi smellpassi við hugtakið Gender Feminism sem hún kynnti í bók sinni Who Stole Feminism til aðgreiningar á öfgafemínistum frá jafnréttisfemínistum.
Mér hefur stundum verið legið á hálsi að vera of harður eða alhæfingarglaður í gagnrýni minni á kvennafræði. Ég get skilið að einhverjum finnist það, en á hinn bóginn finnst mér vitleysan sem sumir kynjafræðingar láta frá sér oft á tíðum svo sláandi að ég á sífellt erfiðara með að sjá greinina sem annað en tæki sem er notað að mestu í pólitískum tilgangi.
Þeim sem vilja kynna sér gagnrýni á kvennafræði frekar bendi ég, auk bókanna hér að ofan, á bækurnar Professing Feminism og Lying in a Room of Ones Own.
Gefum Sommers orðið:
–
SJ
30.1.2013 kl. 11:43
Takk fyrir þetta, Sigurður.
Merkilegt hvað gagnrýni á róttækan femínisma virðist vera á sama leveli um allan heim, gagnrýnin mjög svipuð, svipuð málefni og svipaðar athugasemdir.
31.1.2013 kl. 17:48
Njóttu.
Já gagnrýni á bæði róttækan femínisma og vissar kenningar kynjafræðinnar hafa verið gagnrýndar um allan hinn vestræna heim og ekki bara það, gagnrýnin er ekki ný af nálinni. Eins og fram kemur í máli Sommers þá eru nú um tuttugu ár síðan hún hóf upp raust sína gegn öfgum í femínisma.