Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur þverbrýtur jafnréttislög

6.11.2012

Blogg

Oj barasta! Latir, svangir og fátækir karlmenn. Ógeðslegt!

Mæðrastyrksnefnd var stofnuð í apríl árið 1928. Að stofnuninni stóðu 10 kvenfélög og var kveikjan að stofununni sjóslys sem varð fyrr þetta sama ár, þegar togarinn Jón Forseti fórst út af Stafnesi og með honum 15 af 25 skipverjum. Stofnendur Mæðrastyrksnefndar sáu brýna þörf á að koma til hjálpar ekkjum og föðurlausum börnum en markmið nefndarinnar var fyrst um sinn það að koma á almennum ekknastyrkjum.

Þessi markmið náðust nokkuð fljótt, einkum með setningu Framfærslulaga árið 1935. Á vefsíðu nefndarinnar segir að saga Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur sé saga um baráttu fyrir réttlátri og mannúðlegri félagsmálalöggjöf, einkum í þágu einstæðra mæðra og barna. Starf hennar hefur haft mikil áhrif, jafnt á almenningsálitið sem á löggjöf og framkvæmd laganna, segir einnig.

Að Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur standa nú eftirtalin kvenfélög: Kvenréttindafélag Íslands, Thorvaldsensfélagið, Hvítabandið, Félag háskólakvenna, Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna, Kvenfélag Alþýðuflokksins og Félag framsóknarkvenna.

Öh! já svo þessir ungu og nýmenntuðu. Bjargið mér héðan!

Formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er Ragnhildur G. Guðmundsdóttir en ég fékk einmitt sent viðtal við hana úr Vikunni (46. tbl. 72. árg. 25. nóvember 2010) og er það tilefni þessara skrifa. Vikan hefur svosem ekki talið það eftir sér að skrifa stækar níðgreinar um karlmenn, bæði einstaka karla og karlmenn almennt, en útgáfufélag vikunnar og einstakir ritstjórar hafa einmitt hlotið dóma fyrir það.

Þetta viðtal og birting þess tekur þó öllu öðru fram sem ég hef séð frá þessu sóðariti. Ekki aðeins birtist karlfyrirlitningin strax á forsíðu blaðsins heldur er henni helgaður góður fimmtungur greinarinnar og dregin fram sem aðalatriði viðtalsins með stórum feitletruðum tilvitnunum. Þá viðurkennir Ragnhildur skipuleg lögbrot og beina ólögmæta mismunun gegn þeim körlum sem minnst mega sín í samfélagi okkar. Hún lætur ekki þar við sitja, heldur virðist hún bara nokkuð roggin með sig að hafa með kvenlegu innsæi sínu fundið leiðir til að snúa á þessa karlandskota.

Sá hluti viðtalsins sem mesta athygli vakti er þessi:

„Við höfum verið gagnrýndar fyrir að mismuna Íslendingum og útlendingum, en sú gagnrýni er óréttmæt. Vegna fjölgunar þeirra sem sækja um aðstoð höfum við brugðið á það ráð að úthluta fílhraustum karlmönnum bara einu sinni í mánuði. Og þetta gildir bæði um íslenska og erlenda karlmenn. Margir útlendingar hafa áunnið sér réttindi til atvinnuleysisbóta. Karlmenn , sem ekki hafa fyrir neinum að sjá nema sjálfum sér, koma í hverri viku til að fá mat. Margir þeirra gætu auðveldlega verið í vinnu og okkur finnst ekki rétt að þeir séu t.d. teknir fram yfir fjölskyldu með börn. Ég veit að þetta hljómar kannski illa en við konurnar erum ekki fæddar í gær og erum orðnar ágætir mannþekkjarar. Konur reyna þetta sjaldnast og við þurfum nánast aldrei að vísa konu frá. Ég legg áherslu á að starf okkar er unnið á vegum Mæðrastyrksnefndar og að okkur ber samkvæmt lögum að sinna fyrst og fremst mæðrum og börnum. En vegna breytts ástands í þjóðfélaginu sinnum við nú einnig einstæðum feðrum með börn á framfæri, eldri borgurum og fleirum.“

Ragnhildi er í blaðinu lýst sem mikilli kvenréttindakonu sem vinnur ötullega að málefnum þeirra sem minnst hafa. Þá telur Ragnhildur sig þess umkomna að gagnrýna karla fyrir skort á mannúð. Mannúð Ragnhildar er þó ekki meiri en svo að hún bókstaflegar hraunar hér yfir afmarkaðan hóp samfélagsins og viðurkennir grófa og ólöglega mismunun gegn körlum og er stolt af því.

Eins og gefur að skilja vöknuðu hjá mér nokkrar spurningar. Þær voru:

 1. Hvaða lög eru það sem Ragnhildur segir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur starfa eftir sem heimili undanþágu frá almennum jafnréttislögum og þar með að karlmönnum sé mismunað með beinum hætti?
 2. Þegar viðtalið er tekið, er atvinnuleysi meðal karla helmingi meira en meðal kvenna. Hvernig er hægt að segja að þessir „fílhraustu“ karlmenn geti auðveldlega verið í vinnu þegar svo árar?
 3. Er gerð athugun á því hvort karlmenn sem til Mæðrastyrksnefndar leita, séu með börn á framfærslu í gegnum meðlagsgreiðslur og þá hve mörgum börnum þeir greiði með?
 4. Hvað á Ragnhildur við með því að konurnar hjá Mæðrastyrksnefnd séu ekki fæddar í gær og að þær séu orðnar ágætis mannþekkjarar? Eða að konur reyni „þetta“ sjaldnast?
 5. Hvernig telur Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur það samræmast lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla að takmarka matargjafir til karla á grundvelli kynferðis?

Ég vildi byrja á að fá svar við fyrstu spurningunni þar sem sumar hinna spurninganna byggðust að einhverju leyti á svarinu við henni, að því gefnu að ekki væri um að ræða ákveðna barbabrellu sem mig þó grunaði. Ég sendi því tölvupóst á Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur en fékk ekkert svar. Ég ítrekaði rúmlega viku seinna en þegar tvær vikur voru liðnar frá ítrekuninni hringdi ég í Mæðrastyrksnefnd. Þar svaraði mér kona og um leið og ég hafði gefið upp erindi mitt tjáði hún mér mæðulega að ég yrði að beina þessum spurngingum til Ragnhildar símleiðis.

Ég lét svolítinn tíma líða en hringdi svo í Ragnhildi. Barbabrellutilgátan mín var staðfest eftir að ég bar upp fyrstu spurninguna. Þau „lög“ sem Ragnhildur vísar til í viðtalinu og gefur í skyn að réttlæti beina mismunun gegn körlum, eru alls engin lög. Hún var að vísa til samþykkta eða laga félagsins sem er ekkert annað en plagg sem hluthafar félagsins semja á stofnfundi og breyta eftir atvikum á hluthafafundum eftir það. Lög félaga segja til um starfsreglur þeirra og skilgreina reglur sem hluthafar hafa sæst á sín á milli. Félagalög hafa ekkert gildi utan hluthafa- og stjórnendahóps viðkomadi félags. Ef rekstrarfélög gætu munstrað sig framhjá landslögum með því að semja samþykktir sem ganga þvert gegn þeim, tja þá væri sennilega lítið um lögbrot lögaðila ekki satt?

Svarið við spurningu númer tvö kom mér hinsvegar á óvart. Það var einfaldlega á þann veg að hún hefði bara alls ekki sagt það sem haft var eftir henni. Þær hjá Mæðrastyrksnefndi úthlutuðu jafnt til allra. Ég hváði auðvitað við og sagði henni að mér þætti þetta í meira lagi undarlegt þar sem það er marghaft eftir henni í viðtalinu að úthlutunum sé einmitt ekki þannig háttað. Hún þvertók enn fyrir þetta og virðist því ætla að gera blaðamanni Vikunnar, Ragnhildi Aðalsteinsdóttur það að hafa skáldað viðtalið. Nokkuð sem Ragnhildur sjálf eða Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hefur ekki séð ástæðu til að leiðrétta á þeim tveimur árum sem liðin eru frá birtingu viðtalsins.

Ég verð að viðurkenna að ég hafði einfaldlega ekki búið mig undir svo ódýrt svar. Spurning númer þrjú á auðvitað ekki við í ljósi fyrra svars um að allir séu jafnir þegar kemur að matargjöfum Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Ég vatt mér því í fjórðu spurningu en eftir að hafa borið hana upp skellti Ragnhildur á mig. Ég hringdi strax til baka og þá svaraði karlmaður sem sagði að hún hafi orðið að skreppa og svo væru þau líka að keyra.

Þetta mál sýnir að það er margt brotið innan kvennahreyfingarinnar. Þessi hreyfing er gjörspillt og menguð af neikvæðum viðhorfum í garð karla. Ég veit ekki hvort það er skorti á sjálfsgagnrýni hreyfingarinnar að kenna eða hvort karlahatur sem þetta er beinlínis viðurkennt innan hennar. Það hlýtur að vera á ábyrgð hreyfingarinnar sjálfrar að upplýsa okkur um það. Ef enginn hinna svokölluðu jafnréttissinna og baráttukvenna segir nokkurn skapaðan hlut um þetta ótrúlega dæmi um karlfyrirlitningu, kerfisbundnu mismunun og skipulegu lögbrot gegn körlum, hlýtur maður að spyrja sig.

Mér finnst einnig aðkallandi spurning hversvegna blaðamaður Vikunnar og ritstjóri birtu þetta viðtal. Hefðu þær birt það ef hatur Ragnhildar hefði beinst að blökkumönnum eða samkynhneigðum?  Hvað með Jafnréttisstofu og Kærunefnd Jafnréttismála sem báðar hefðu getað tekið þetta mál til athugunar þegar það kom upp. Ætli það skipti máli að þessum stofnunum sé stjórnað af femínistum? Maður spyr sig.

Þá finnst mér einnig aðkallandi að vita hvernig hið opinbera réttlætir peningastyrki til Mæðrastyrksnefndar í ljósi þess sem fram kemur í þessu viðtali.

Ég hringdi að gamni í Fjölskylduhjálpina. Þar á bæ er enga karlfyrirlitnignu að finna. Þar eiga allir möguleika á að fá úhlutað mat að því gefnu að þeir hafi sýnt fram á neyð sína. Fjölskylduhjálpin er líka með galopið bókhald, það getur hver sem er komið og hreinlega flett í bókhaldinu (geri aðrir betur). Miðað við lýsingu á starfsemi Fjölskylduhjálparinnar er ekki að sjá að Mæðrastyrksnefnd bæti okkru við. Ef Mæðrastyrksnefnd væri ekki til myndu einstaklingar og hið opinbera geta beint styrkjum sínum til Fjölskylduhjálparinnar þar sem hægt er að treysta á að ekki er misfarið með það fé.

Ég mun a.m.k. eftirleiðis beina mínum peninga- og fatagjöfum til Fjölskylduhjálparinnar og ég mæli með því við allt sómakært fólk að það geri það einnig.

Viðtal Vikunnar við Ragnhildi má nálgast í heild sinni með því að smella hér.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

,

8 athugasemdir á “Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur þverbrýtur jafnréttislög”

 1. Páll Says:

  Magnað stöff. Þessi kona fékk riddarakross árið 2010. Svona gerast hlutirnir í pabbaveldinu 😀

  http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=f337bc6a-313c-4074-84a9-4c79a7a30ec2

 2. Kýs nafnleynd Says:

  Ég er karl sem hef því miður kynnst því að vera í þeirri stöðu að þurfa á svona á aðstoð að halda. Þann tíma sem ég átti erfitt fékk ég litla aðstoð og þurfti að borga meðlög með tveimur börnum inn á heimili sem áttu ekki í neinum erfiðleikum. Mér varð illt við að lesa þetta.

  • Sigurður Says:

   Velkominn „Kýs nafnleynd“ og takk fyrir innleggið. Leitaðir þú á náðir Mæðrastyrksnefndar?

 3. Jón J. Says:

  þetta heitir mæðrastyrks nefnd af ástæðu… þetta er fyrir mæður og börn ekki pólverja og haug lata karlmenn sem nenna ekki að vinna. karlmenn sem leita þangað ætti að gelda ef þeir eru það ekki fyrir.

  • Sigurður Says:

   Velkominn Jón og takk fyrir innleggið.

   Þú ert kominn í undanúrslit í keppninni gáfulegasta athugasemd ársins 2012 og gætir unnið heiðursaðild að Mensa samtökunum ef heppnin verður með þér í lok árs.

  • Siggiv Says:

   Sem nenna ekki að vinna? Ég skal segja þér að ég var atvinnulaus í heilt ár og sótti um yfir 300 störf, ég fékk 10 svör ef ég hringdi ekki margoft bara til þess að fá að vita hvort að búið væri að ráða í starfið, á meðan var ég á 50% atvinnuleysisbótum vegna þess að ég var að klára framhaldsskólanám. Það var ekki vegna þess að ég nennti ekki að vinna, það var bara ómögulegt að fá starf og það er það ennþá í dag. Ég veit um menn sem eru búnir að vera atvinnulausir í nokkra mánuði og þeir eru að verða vitlausir vegna þess að þeir hafa ekkert að gera, ekki vegna leti. Síðan þegar bæturnar duga ekki til að borga reikninga og mat og þeir ætla að leita sér styrkjar (sem er oft mjög erfitt þar sem menn þurfa að kyngja stoltinu) þá kemur það viðmót að útaf því að þeir eru hraustir þá eiga þeir bara að fara að vinna. Það er bara oft enga vinnu að fá. Síðan lesa menn svona ummæli eins og þín þar sem þeir ættu að vera geldir og kallaðir haug latir.

   Vonandi muntu annars eiga góðan dag Jón og ég vona að þú sért bara að þursast og sért ekki upp fullur af fordómum og heimsku.

  • Haukur Says:

   Ég held, án þess að ég sé auðvitað alveg viss, að Jón J, sé að reyna að vera kaldhæðinn. Sé svo, hefur að vísu ekki tekist betur til en það að a.m.k. tveir aðilar hafa talið hann tala skv. eigin sannfæringu.

   • Sigurður Says:

    Velkominn Haukur og takk fyrir innleggið. Já það er svosem ekki útilokað. Ég vona að það sé rétt hjá þér. Frekar vil ég hafa mistúlkað þetta en að þetta sé raunverulegt viðhorf einhvers.

%d bloggurum líkar þetta: