Ábending til Jafnréttisstofu vegna brota Mæðrastyrksnefndar

8.11.2012

Blogg

Ég sendi Jafnréttisstofu eftirfarandi erindi v. umfangsmikilla og skipulegra brota Mæðrastyrksnefndar á Jafnréttislögum sem ég skrifaði um í gær.

Þetta er ekki formlegt erindi þar eð ég hef ekki aðild að málinu og þegar karlar kæra klár brot á jafnréttislögum til Jafnréttisstofu og Kærunefndar Jafnréttismála er þeim vísað frá vegna aðildarskorts hafi brotin ekki bitnað á þeim með beinum hætti. Ég setti þetta því fram sem ábendingu:

„Góðan dag,

Meðfylgjandi er viðtal sem birtist fyrir tveimur árum í Vikunni en það er tekið við Ragnhildi G. Guðmundsdóttur, formann Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.

Í viðtalinu viðurkennir Ragnhildur víðtæk og skipulögð brot á Jafnréttislögum og það gegn þeim körlum sem minnst mega sín í samfélagi okkar. Brotin eru skipulögð og líklega langvarandi en brotaaðilar eru Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og ein sjö kvenfélög sem að henni standa. Þar fyrir utan birtist okkur stæk karfyrirlitning í viðtalinu.

Jafnréttisstofu er stundum legið það á hálsi að vera kvenlæg í störfum sínum. Ég sé ekki betur en að hér sé komið fullkomið tækifæri fyrir Jafnréttisstofu til að sýna körlum að stofnunin sé hér einnig til að gæta þess að karlar njóti sama réttar og konur með því að taka þetta mál upp af eigin frumkvæði og jafnvel kalla til Kærunefnd Jafnréttismála?

Bestu kveðjur,
Sigurður“

Ég veit að það er gjörsamlega útilokað að nokkuð komi út úr þessari ábendingu. Þetta er fyrst og fremst gert svo að lesendur geti fylgst með Jafnréttisstofu gera ekki neitt … í beinni útsendingu ef svo má að orði komast.

Og hversvegna mun hvorki Jafnréttisstofa eða Kærunefnd Jafnréttismála aðhafast vegna þessara augljósu lögbrota? Ég skal ekki segja. Kannski vegna þess að brotin beinast gegn körlum? Kannski vegna þess að brotin eru framin af yfirlýstum femínistum? Nú eða kannski vegna þess að hinar brotlegu konur og þær sem eiga að taka á þessu eru vinkonur?

Það er ómögulegt að segja.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

, ,

One Comment á “Ábending til Jafnréttisstofu vegna brota Mæðrastyrksnefndar”

  1. Orri Says:

    Mæðraveldið sér um sína…

%d bloggurum líkar þetta: