Gamla Boomtown rottan Bob Geldof hefur verið liðtækur í baráttu fyrir foreldrajafnrétti síðan 2002. Þessi frumkvöðull og fyrrum söngvari hljómsveitarinnar Boomtown Rats fékk sjálfur að kynnast gjörspilltum innviðum bresks fjölskylduréttar eftir Paula Yates, barnsmóðir hans og eiginkona skildi við hann árið 1996.
Árið 2004 sýndi Cannel 4 heimildamynd hans um málefni feðra, Geldof on fathers. Hér er þessi tæplega 50 mínútna heimildamynd í heild sinni.
Breska kerfið er nokkuð frábrugðið hinu íslenska eftir því sem mér sýnist en breskir feður virðast þó vera að glíma við svipuð vandamál og feður hér á landi. Þ.e. fordóma, fyrirlitningu og misrétti sem lítill áhugi virðist vera á að bæta úr á meðal fólks sem falið hefur verið það verkefni að vinna að framgangi jafnréttismála.
Þá er ansi áhugavert að sjá hvað dómari hefur að segja um umfang falskra ásakana í forræðisdeilumálum. Ég hef þá trú að einhverntíman í framtíðinni komumst við að því að falskar ásakanir í forræðis- og umgengnisdeilumálum séu stærra vandamál í dag en nokkur hafi órað fyrir.
–
Myndin er að vísu ótextuð vegna anna en ég bæti kannski íslenskum texta inn síðar.
SJ
3.11.2012
Blogg, Myndbönd