Falskar ásakanir: Æran metin á 1.600 krónur

30.10.2012

Blogg, Myndbönd

Ég hef séð forréttindafemínista fara hamförum yfir heimskulegum athugasemdum um að konur eigi það til að leggja fram falskar ásakanir um kynferðisbrot. Stundum spyrja þær sem svo; Af hverju ætti nokkur kona að láta sér detta slíkt í hug.

Ástæðurnar eru sjálfsagt misjafnar en í tilviki Kanadíska leigubílstjórans Soner Yasa varð reykingarbann og reikningur að jafngildi 1.600 króna, næg ástæða til að fjórar vinkonur ákváðu að bera hann röngum sökum. Þetta hefði getað þýtt starfsmissi, hjónaskilnað, ákæru og jafnvel dóm yfir manninum.

Sem betur fer var hann með öryggismyndavél í bíl sínum. Íslenskur texti ef smellt er á cc í neðra horninu hægra megin.

_

Sem fyrr í þessari færsluröð um falskar ásakanir, tileinka ég hana þeim femínistum sem finnst mannréttindaákvæði á borð við það að ásakaður maður skuli teljast saklaus uns sekt hans er sönnuð,  vera úrellt hugmyndafræði eða segja Já takk við öfugri sönnunarbyrði.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: