Falskar ásakanir: Brian Banks

23.10.2012

Blogg, Myndbönd

Hér kemur önnu færsla sem ég tileinka öllum þeim forréttindafemínistum sem finnst 11. grein Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 62. grein Mannréttindasáttmála Evrópu og 70. grein Stjórnarskrár Íslenska lýðveldisins, um að maður er sætir ákæru skuli teljast saklaus uns sekt hans er sönnuð, vera úrellt hugmyndafræði eða segja Já takk við öfugri sönnunarbyrði.

Brian Banks er einn þeirra sem orðið hafa fyrir því óláni að vera sakaðir um kynferðisbrot. Hann var aðeins 16 ára þegar bekkjarsystir hans, hin 15 ára Vanetta Gibson bar á hann sakir um að hafa nauðgað sér á stigagangi skólans sem þau gengu saman í.

Þrátt fyrir að engin lífssýni fyndust sem styddu framburð hins meinta fórnarlambs var Brian tjáð af þáverandi lögmanni sínum að ef hann kysi að koma fyrir kviðdóminn væru nánast engar líkur á sýknum, einkum fyrir þeldökkan mann. Að endingu gerði saksóknari honum tilboð; ef Brian játaði hlyti hann 18 mánaða fangelsisdóm í stað þess að fá 41 árs dóm til lífstíðardóms ef hann héldi fram sakleysi sínu.

Brian var tjáð að hann hefði 10 mínútur til að ákveða sig. Hann fékk því ekki tækifæri til að ráðfæra sig við nánustu aðstandendur sína. Brian valdi að mótmæla ekki ákærunni, nokkurskonar millistig milli þess að játa sig sekan og halda fram sakleysi (e. no contest).

Dómari kvað upp þann úrskurð að Brian skyldi sitja fimm ár í fangelsi, og vera fimm ár þar á eftir á skilorði. Að auki skyldi hann vera skráður á lista yfir kynferðisbrotamenn fyrir lífstíð.

Dag einn, 9 árum eftir að dómur féll og löngu eftir afplánun, gerðist það svo að Vanetta Gibson sendi Brian vinarboð á Facebook. Það varð til þess að Brian talaði við hana og náði fram játningu. Vanetta Gibson svaraði aðspurð hvort Brian hefði nauðgað henni; „nei“. Aðspurð hvort hann hefði heft för hennar eða haldið henni fanginni svaraði hún; „nei“. Hún sagðist þó hafa áhyggjur af því hvort hún yrði nokkuð látin endurgreiða þær u.þ.b. 1,5 milljónir dala sem hún hlaut í bætur frá skólanum fyrir að hafa ekki passað nógu vel upp á sig.

Eftir að málið komst í hámæli og Brian var hreinsaður af öllum ákærum, breyttist saga sómakvendisins Vanettu sem nú sagði að Brian hefði mútað sér til að gefa falska játningu um að hafa borið falskar sakir á manninn.

Hér má sjá frétt um málið en eftir að hafa farið yfir þetta mál og horft á mörg viðtöl við manninn þá skal ég alveg viðurkenna að ég þýddi þessa frétt með þunga í hjarta.

Brian vinnur nú að gerð heimildamyndar um reynslu sína. Kíktu á Brian hér.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: