Mig langar að vekja athygli á uppfærslu sem nú var að ljúka. Þetta á við um síður vefsvæðisins sem þið komist inn á með því að smella á titla þeirra allra efst á síðunni. Helstu breytingar:
Um bloggið
Hefur verið uppfærð með það fyrir augum að skerpa enn frekar á því að höfundur er hér ekki að agnúast út í jafnréttissinnaða femínista, aðeins forréttindafemínista.
Orðabók
Aðeins breytt og bætt, á næstu misserum mun ég svo bæta við skýringar á fleiri hugtökum er varða jafnréttisbaráttu karla sérstaklega. Tillögur vel þegnar ef ykkur finnst eitthvað vanta þarna sérstaklega.
Taktu þátt
Hér er ég að biðla til ykkar. Skorum á RÚV að taka til sýninga efni sem er gagnrýnið á forréttindafemínisma, tölum við stjórnmálafólk og látum það standa fyrir máli sínu þegar það lætur misnota sig af forréttindafemínistum. Deilum því þegar við rekumst á jafnréttismisfellur í þjóðfélaginu.
Óskast
Hér er ég aftur að biðla til ykkar. Ég óska eftir að heyra frá körlum sem finnst á sér brotið varðandi meðlagsgreiðslur. Körlum sem á hafa verið bornar falskar ásakanir, ábendingar um karlfyrirlitningu og kerfislæga mismunun.
Rannsókna- og heimildasafn
Hér er ég að taka saman á einn stað markverðar persónur, rannsóknir, bækur, margmiðlunarefni o.þ.h. svo fólk geti kynnt sér af fyrstu hendi þær rannsóknir er teljast gagnrýnar á femínískar kenningar.
Þetta er ekki allt frá mér komið og á ekki að vera allt frá mér komið, enda er meiningin að þetta gagnatorg stækki með tímanum og geti orðið áhugasömum til gagns í baráttunni gegn öfgaöflum forréttindafemínisma. Ég þakka Evu Hauks fyrir ómetanlegt framlag svo og öðrum sem bent hafa á áhugavert efni.
Þessar síður verða svo uppfærðar eftir þörfum. Einkum Óskast og Rannsókna- og heimildasafn.
SJ
24.10.2012
Blogg