Hversvegna var gæsluvarðhaldi ekki beitt?

28.11.2015

Blogg

Ég minntist í nýlegri grein á algengt kænskubragð sem femínistar nota þegar þær hafa gert meint nauðgunarmál að opinberu baráttumáli sínu.

Í stuttu máli felst aðferðin í því að láta sem Lögregla hafi heimildir og getu til að tjá sig opinberlega um þætti einstakra mála sem eru til rannsóknar hjá henni.

Sem hún hefur ekki.

Femínistar beina þannig spurningum til lögreglunnar sem þeir vita vel að lögreglan getur ekki svarað. Þegar svo ekki fæst svar er það blásið upp sem flumbrugangur og lögreglan sögð hafa einhverskonar klúður að fela. Þessu getur lögreglan svo ekki varið sig fyrir þar sem að með því væri hún auðvitað farin að tjá sig um smáatriði máls.

Þvílíkt snilldarbragð.

Hendur lögreglu eru þó ekki alveg bundnar. Hún getur tjáð sig með almennum hætti um framgang rannsóknar. En það felur hinvegar ekkert í sér annað en  það sem þegar er augljóst öllu meðalgreindu fólki.

Sem dæmi; ekki er farið fram á gæsluvarðhald yfir sakborningi. Opinber yfirlýsing lögreglu eftir að mál kemst í hámæli; ,,ekki voru forsendur til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningi“.

Og um þetta eru skrifaðar fréttir.

Skoðum dæmi um þetta og hvernig femínisti afgreiðir þessar upplýsingar. Hér er allt sem lögreglan hefur látið frá sér fara í tengslum við Hlíðarmálið svokallaða:

Úr frétt á Vísir.is þann 9. nóvember sl:

,,Ekki voru forsendur fyrir því að úrskurða mennina tvo sem grunaðir eru um nauðgun í Hlíðarhverfinu í gæsluvarðhald, segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.“

og;

,,Árni Þór segir mennina hafa verið í haldi lögreglu í sólarhring á meðan frumrannsókn málanna fór fram. Gerði lögreglan meðal annars húsleit í fjölbýlishúsi í Reykjavík á dögunum þar sem talið er að tvær árásir hafi í tveimur aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað.

Var mönnunum sleppt úr haldi þegar þau atriði sem voru rannsakanleg voru komin fram. Því var ekki hægt að fara fram á gæsluvarðhald út frá rannsóknarhagsmunum, að sögn Árna Þórs“

Yfirlýsing frá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu þann 9. nóvember sl:

,,Vegna frétta um rannsóknir tveggja kynferðisbrota, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í dag og undanfarna dag, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að málin eru í algjörum forgangi hjá kynferðisbrotadeild embættisins og allt kapp er lagt á að upplýsa þau. Rannsókn þeirra miðar vel, en eðli málsins samkvæmt getur lögreglan hins vegar ekki upplýst um málsatvik, m.a. með tilliti til meintra þolenda. Nauðsynlegt er þó að taka fram að sumt í umfjöllun fjölmiða er ekki í samræmi við fyrirliggjandi rannsóknargögn lögreglu.
 
Lögreglan hefur fundið fyrir mjög sterkum viðbrögðum í samfélaginu í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um áðurnefnd mál, og hafa henni borist fjölmargar fyrirspurnir áhyggjufullra borgara vegna þessa, ekki síst á samfélagsmiðlum embættisins. Það er skiljanlegt og undirstrikar mikilvægi þess að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldi stöðugt áfram að vinna að grundvallarmarkmiði sínu, sem er að tryggja öryggi og öryggistilfinningu þeirra sem búa, starfa og dvelja í umdæmi hennar“

Úr frétt á Vísir.is þann 10. nóvember sl:

,,Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að árásirnar hefðu verið hrottalegar og íbúðin hefði verið búin tækjum til að beita ofbeldi. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, segir að þó svo að fólk eigi tæki og tól þá sé það eitt og sér ekki refsivert“

Úr sömu frétt og nú bein tilvitnun í orð Öldu Hrannar Jóhannsdóttur;

,,Í okkar gögnum höfum við ekki neitt sem sýnir að íbúðin sé útbúin til nauðgana og við getum ekki fullyrt neitt um það. Þetta er þó matskennt hugtak sem og önnur hugtök sem maður hefur séð í dag, til dæmis hugtakið raðnauðganir“.

Og loks;

,,Að sögn Öldu er farbanni sjaldnast beitt á íslenska ríkisborgara. „Við erum þó aðilar að alþjóðasáttmála sem gerir það að verkum að við getum fengið íslenska ríkisborgara framselda vegna ætlaðra glæpa“

Ég veit ekki með ykkur en ég sé hér helling af upplýsingum sem benda til þess að eðlilegar skýringar liggji að baki þeirri ákvörðun Lögreglu að fara ekki fram á gæsluvarðhald eða farbann yfir sakborningum í þessu tiltekna máli.

Þetta er sett fram skýrt og skilmerkilega.

Hér er svo aftur á móti skjáskot af ummælum sem Þórdís Elva Þorvaldsdóttir ritaði á Fésbókarvegg sinn þann 12. nóvember. Þ.e. tveimur og þremur dögum eftir að ofangreindar upplýsingar komu fram.

Hluti ofangreindra upplýsinga eru fengin upp úr fréttaumfjöllun um önnur ummæli Þórdísar sjálfrar. Í því ljósi tel ég útilokað að upplýsingarnar hafi farið framhjá Þórdísi:

Engin gögn

Þetta dæmi sýnir vel að barátta femínista er ekki heiðarleg. Hún byggist upp á skrumskælingu, hagnýtingu takmarkana á heimildum lögreglu til að tjá sig um einstök mál og loks hreinum lygum.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

3 athugasemdir á “Hversvegna var gæsluvarðhaldi ekki beitt?”

  1. Grumpy old men Says:

    Ég get ekki gert að því að eini munurinn á þessum gallagripum og muslimaprestum er kynið. Hjá muslimum er vitnisburður konu metinn hafa helmingsgildi á við vitnisburð karls
    Hjá þessum furðugripum er allt satt sem kemur frá konu Stórisannleikur
    En það sem karlar segja lygi.Hvað finnst þér

    • Sigurður Says:

      Það eru a.m.k. ófáár meinlegar hliðstæður milli femínista og ýmisskonar öfgahópa annara. Og þá ekki bara þannig að femínistar vilji undirsetja karla á sama hátt og þessar öfgahreyfingar vilja undirsetja konur. Áhugi femínista á kynhegðun kvenna er t.d. furðulega líkur áhuga ýmissa trúarhópa á kynhegðun kvenna.

  2. Bonaparte Says:

    ,,Gerði lögreglan meðal annars húsleit í fjölbýlishúsi í Reykjavík á dögunum þar sem talið er að tvær árásir hafi í tveimur aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað.“

    Ég geri athugasemdir við þetta orðalag.

    Hver ,,telur“ að árásirnar hafi átt sér stað?

    Mennirnir voru ásakaðir (ekki ákærðir ennþá) um nefndar árásir en það er ástæðulaust til að ,,telja“ að þeir séu sekir um þær fyrr en gögn málsins byrja að benda til þess.