Niðurstaða meints hópnauðgunarmáls

22.11.2015

Blogg

Enn eitt meint kynferðisbrotamálið hefur nú verið til lykta leitt fyrir dómstólum með sýknu. Eins og við mátti búast hafa samtök femínista og einstakir femínistar risið upp af miklu offorsi gegn meintum gerendum sem nú hafa verið sýknaðir. Í þessu tiltekna máli er hluti þeirra börn að aldri þegar meint brot áttu að hafa átt sér stað.

Ég er hér að tala um meint hópnauðgunarmál, þar sem fimm drengir voru kærðir fyrir að hafa í sameiningu nauðgað stúlku á sautjánda ári í heimahúsi í Breiðholti aðfaranótt sunnudagsins 4. mai 2014. Þá er einum gefið að sök að hafa nauðgað henni einn í beinu framhaldi af meintri hópnauðgun og öðrum gefið að sök að hafa tekið meint brot upp á myndband og sett í dreifingu.

Ákærðu eru allir sýknaðir af ásökunum um að hafa nauðgað stúlkunni en sá sem tók upp myndband af því sem fram fór, var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni 500.000 kr. í miskabætur auk vaxta frá 4. mai 2014.

Fréttaflutningur af þessu máli var óábyrgur eins og einatt virðist vera nú orðið þegar fréttir eru fluttar af meintum kynferðisbrotamálum. Ég er hér bæði að tala um fréttaflutning um leið og málið kom upp en einnig eftir að sýknudómur lá fyrir.

Eftir að dómur var kveðinn upp hafa samtök femínista og konur sem áberandi eru í femínistahreyfingunni stigið fram og kveðið upp annan dóm en þann sem kveðinn var upp af þremur dómurum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Raunar merki ég meiri hörku í viðbrögðum femínista og blaðamanna í þessu máli en ég hef áður séð.

Þannig hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrv. Forsætisráðherra sett það fram opinberlega að á grundvelli femínísks innsæis síns, geti hún við lestur málsskjala hæglega og með réttu kveðið upp annan dóm en þann sem féll í héraði.

Já. Í huga Ingibjargar eru drenghelvítin auðvitað sek.

Hitt er svo annað mál að það er vandséð að sú staða geti komið upp að femínisti sé sammála sýknudómum í þessum brotaflokki.

Jafnvel fréttamiðillinn mbl.is hefur birt grein þar sem blaðamaður sérvelur staðhæfingar sem hafðar eru eftir meintum brotaþola undir rannsókn málsins og sett fram sem sönnun þess að hinir sýknuðu séu í raun sekir. Val hennar á upplýsingum úr málsskjölum gerir það deginum ljósara að hér er femínísminn eitthvað að þvælast fyrir dómgreind hennar.

En við skulum vinna út frá því hér að Ingibjörg, Stígamót og allir hinir femínistarnir hafi hér sett tóninn um hvernig á að fjalla um þetta mál opinberlega. Að það sé okkar að rýna í málsskjöl þau sem gerð hafa verið opinber og taka afstöðu með eða á móti einstökum aðilum þessa máls.

Ókei, það virðist þá ekki vanþörf á að einhver horfi á þetta mál í gegnum einhver önnur gleraugu en kynjagleraugun sem virðast vera farin að valda varanlegri sjónskekkju meðal femínista sem eru farnir að teygja sig eftir sífellt veikari hálmstráum í herferð sinni gegn karlmönnum.

En tökum fyrst smá skrens á því besta sem femínískt innsæi hefur að bjóða í tengslum við þetta tiltekna mál:

  • Ein var með það alveg á hreinu að sýknudómurinn hlyti að skýrast af þeirri staðreynd að meirihluti dómara og verjenda hefðu verið karlmenn. Hún leit framhjá því að það var karldómari en ekki kvendómari sem í þessu máli skilaði sérákvæði og vildi að refsing yrði þyngri en hinn endanlegi dómur. Hvað varðar karlverjendurna þá átti væntanlega að skipa sakborningum að velja sér kvenkyns verjendur sem hefðu svo auðvitað slegið slöku við í málsvörninni af því að þær eru konur. Þessi femínisti virðist álíta sem svo að konur séu almennt lélegri lögmenn en karlar.
  • Þá var það fjöldinn sem gerði það fyrir aðra. Já, ef þeir eru fimm þá er það naugðun sagði hún um leið og hún fullyrti að engin kona myndi nokkur sinni láta sér detta í hug að sænga með fimm körlum á sama tíma (drusluskömm?). Ég veit ekki hvað þessi þumalputtaregla segir um fjóra, þrjá eða tvo karlmenn. Hugsanlega er það líka sjálfkrafa nauðugn ef kona sefur með tveimur körlum í einu. Og svo er það auðvitað þetta með einn karl og fleiri konur.
  • Svo var það auvitað hitt sem algengast er að sanni sekt karla í huga femínista: Það að kona segi það. Eins og öllum ætti nú að vera orðið ljóst þá vilja femínistar að orð konu verði álitin nægjanleg sönnun þess að glæpur hafi átt sér stað. M.o.ö. orð kvenna eiga að vega þyngra en karla af því að þeir eru konum auðvitað óæðri, þessir andskotar.

Venjulega ætti maður ekki að þurfa að tiltaka svona absúrd málflutning en málið er bara að þessi óendanlegi fáránleiki er bara alls ekki bundinn við unga róttæklinga í röðum femínista, þessi sturlun nær upp í efstu lög samfélagsins. Allir sem gefa sig út fyrir að vera femínistar virðast vera útsettir fyrir þessu.

Nóg um þetta í bili. Hvað má lesa í dómnum sem nú hefur verið gerður opinber?

Dómsskjalið hefur að geyma lýsingar sex málsaðila á málsatvikum, stúlkunnar og drengjanna fimm. Þá er hægt að lesa vitnisburð móður stúlkunnar og föður, hálfsystur og maka hálfsystur. Systir og sýnist mér bróðir eins ákærða gefa vitnisburð. Nokkrir gestir úr gleðskap næturinnar gáfu skýrslu, vinir og vinkonur meints fórnarlambs og ákærðu einnig. Þá er hægt að lesa vitnisburð fjögurra lögreglumanna og tveggja heilbrigðisstarfsmanna auk hluta úr sálfræðiáliti á meintu fórnarlambi og eins meints gerenda.

Skjalið gefur mynd af atburðum næturinnar og næstu daga á eftir auk þess að lýsa stuttlega andlegum áhrifum málrekstursins á aðila málsins. Fram kemur að ákærðu hafa borist hótanir undir málarekstrinum, þeir hafa orðið fyrir áreiti, flosnað upp úr skóla og misst vinnu vegna málsins. Þá höfðu a.m.k. tveir afráðið að dvelja erlendis um tíma vegna málsins.

Málsatvik í samandregnu máli

Einn hinna ákærðu Q bauð í partí á heimili sínu þann 3. mai 2014. Þangað mætti hið meinta fórnarlamb X ásamt vinkonu sinni. Þetta sama partí sækja hinir meðákærðu Y, Þ, W og Z.

X og Z ber saman um að hafa farið afsíðis og átt í kynferðislegum samskiptum en þó ekki haft samfarir. Athygli vekur að Z heldur því fram að hann hafi neitað X um að eiga við hana samfarir eftir að hún hafði veitt honum munnmök.

Aðilum virðist bera saman um það að í kjölfarið hafi Q, Y, Þ og W komið inn í herbergið þegar búið var að smala út úr partíinu. Hún hafi átt í kynferðislegum samskiptum við þá alla. Að þeirra sögn með gagnvæmu samþykki allra en að hennar sögn gegn sínum vilja.

Z tekur myndband af hluta þess sem á sér stað inni í herberginu en við það eru allir málsaðilar aðrir ósáttir og biðja hann um að hætta upptöku sem hann virðist ekki hafa gert. Ákærði neitar þessu ekki við rannsókn eða flutning málsins en segjist hafa gert þetta í þeirri trú að aðilar væru sáttir við upptökuna.

Þegar kynferðissamskiptum aðila er að mestu lokið inni í herberginu fer X með Þ inn á baðherbergi. Að sögn Þ gerist þetta með vilja X en að sögn X var henni þröngvað af Þ inn á baðherbergið. Þar áttu þau frekari kynferðisleg samskipti sem, eðli málsins samkvæmt, aðila greinir á um hvort voru með eða án samþykkis X. X yfirgefur svo húsið skömmu eftir að samskiptum hennar og Þ lýkur.

Skv. vitnisburði X var hún vakin daginn eftir af móður sinni vegna þjófnaðar hennar úr íbúðinni sem hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað í. Fram kemur að myndbandsupptökur úr öryggismyndavél staðfesti að X sæki þýfi undir stiga í anddyri hússins á útleið eftir hina meintu hópnauðgun. Þetta hafði uppgötvast og stóð til að íbúi þaðan sækti til hennar muni sem stolið var.

Vitni E, systir ákærða Q gefur vitnisburð en hún fór á sunnudeginum um kl. 14 að heimili X til að sækja þýfið sem fram kemur að X og tvær vinkonur hennar hafi stolið frá henni. Hún kveðst hafa tjáð X að henni líkaði ekki framferði hennar og hyggðist kæra þjófnaðinn. E segir að ekkert virtist ama að X á þessum tímapunkti sem hló þegar E tjáði henni frá fyrirhugaðri kæru á hendur sér. Aðspurð hversvegna hún og vinkonur hennar stálu umræddum munum, sagði X að þær vinkonur hefðu verið svo fullar að þær hefðu ekki vitað hvað þær gerðu.

Skv. vitnisburði móður X þótti henni X vera einkennileg í framkomu og taldi hana þreytta á sunnudeginum. X er sögð ekki hafa viljað fara í skólann á mánudeginum eftir að hin meinta nauðgun átti að hafa átt sér stað.

Fram kemur í máli nokkurra vitna að X verður meðvituð um tilurð myndbandsupptökunnar fljótlega eftir hina meintu nauðgun. Gögn bera með sér að henni finnist óþægilegt til þess að vita að upptakan sé til og að hún sé hugsanlega í dreifingu. Framburður vitna og afrit af rafrænum samskiptum sýnir glögglega að X hafi vegið þetta inn í ákvörðun sína um að kæra nauðgun.

Þegar X lýsir upplifun sinni af kvöldinu örlagaríka sjálf, m.a. í samtölum við vini og kunningja, og á fyrstu stigum þess er því lýst hvernig hún lýsir upplifunninni sem orgíu og af fari hennar að dæma sé hún ekki ósátt við það sem fram fór. Fljótlega fer hún þá að láta hafa eftir sér að ef myndbandið fari í dreifingu þá muni hún bregðast við með því að segja það sem fram fer á myndbandinu nauðgun. Til er vitnisburður sem staðfestir þetta svo og afrit af samskiptum þar sem hún tjáir þessa fyrirætlan sína.

Það er svo eftir að orðrómur fer að berast, um að ýmsir skólafélagar stúlkunnar hafi séð myndandið, sem hún fer og kærir mennina fimm fyrir nauðgun. Þ.e. miðvikudaginn 7. mai 2014.

Forsendur dóms

Ég get með engu móti séð af þessum gögnum málsins, að það sé nokkurt tilefni til að telja að dómur hefði átt að falla á annan veg en hann gerði. Fram kemur í dómsniðurstöðu að ósamræmi hafi verið í skýrslu X hjá lögreglu og síðar fyrir dómi. Þá kom fram að ósamræmi var í framburði móður X sé litið til skýrslu hennar fyrir lögreglu og síðar fyrir dómi.

Einu vitnin sem studdu máflutning X voru hennar bestu vinkonur en eins og sést á lestri framburðar þeirra þá var hann einnig á reiki og ógreinilegur um mikilvæg atriði málisins.

Svo virðist sem aðeins hluti þeirrar upptöku sem gerð var hafi verið meðal málsgagna í máli þessu en skv. framburði vitna sem sáu allt myndbandið var ekkert sem fram kom í því sem studdi frásögn X.

Þá hlýtur að vega þungt að vitni lýsa því að atgervi og framburður X hafi breyst eftir því sem upplýsingar bárust um tilurð og dreifingu myndbands af því sem fram fór í herberginu umrædda nótt. Til er afrit af samtali milli X og eins ákærðu sem átti sér stað nokkrum klukkustundum eftir hið meinta brot þar sem hún segist ósátt við myndbandið en minnist ekki orði á að það sem fram hafi farið hafi verið nauðgun.

Maður skyldi ætla að það hafi ekki síst vegið þungt að til eru gögn og vitnisburðir sem staðfesta það að X sagðist ætla að kalla þetta nauðgun ef myndbandið færi í dreifingu sem er nákvæmlega það sem hún svo gerði.

Hvað viðvíkur framburði ákærðu kemur fram að hann hafi verið stöðugur og að ekki hafi verið misræmi í honum eftir því hvort um var að ræða skýrslugjöf hjá lögreglu eða síðar fyrir dómi. Teknar voru fjórar lögregluskýrslur af hverjum ákærða sem gera í heild 20 skýrslur.

Ég ætla ekki að fara út í sakfellingu yfir Z fyrir að hafa tekið samskiptin upp á myndband enda hefur styrinn ekki staðið um þann hluta dómsins. Sjálfum finnst mér eðlilegt að hann hafi verið dæmdur fyrir þetta enda alvarleg og óvæginn árás á persónu X og reyndar annara meðákærðu eins og málsskjöl sýna en ekki einn fréttamiðill hefur getið um.

Niðurstaða

Þetta mál og önnur svipuð sýna auðvitað að það er síður en svo ástæða til að létta á sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum. Hvað þá að fara að líta á orð konu sem fullframkomna sönnun fyrir því að alvarlegur glæpur hafi átt sér stað. Bara af því að hún er kona.

Sjálflærðir lögspekingar femínistahreyfingarinnar hafa nú á aðeins nokkrum mánuðum sýnt okkur afur og aftur hversu fullkomlega gagnslausar þessar nýmóðins rannsóknaraðferðir þeirra eru.

Það sem vekur mér furðu hér er ekki það að til sé fólk með þessi viðhorf, heldur hitt að það sé litið á þetta sem innlegg í umræðuna. Eitthvað sem þurfi að taka afstöðu til eða svara.

Þetta blessaða fólk virðist ekkert þurfa nema stafkrók um málavöxtu eða kjaftasögu í blaði til að geta fellt dóm og það stundum á nokkrum sekúndum. Hvað erum við eiginlega að vasast hér með heilt dómskerfi þegar þetta er ekki flóknara en svo að maður skráir sig bara í Femínistafélag Íslands og ákveður fyrirfram að karlmenn séu alltaf sekir?

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

 

,

12 athugasemdir á “Niðurstaða meints hópnauðgunarmáls”

  1. Grumpy old men Says:

    Þetta er mjög góð greining hjá þér. Einnig kom sá ég þá fullyrðingu á fésinu að meintir nauðgarar hefðu verið búnir að samræma framburð sinn. En þá kemur þessi frétt í net mogga http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/11/21/vinkonurnar_breyttu_framburdi_sinum/

    • Sigurður Says:

      Takk fyrir ábendinguna. Þessi frétt birtist upphaflega á vef RÚV og er rétt að halda til haga hér: http://www.ruv.is/frett/vitni-breyttu-framburdi-fyrir-domi

    • Stjáni Says:

      Í yfirheyrslutækni er spurt um alls konar smáatriði sem er svo farið í gegnum með alla hluteigandi, hér 5 aðila. Þótt þeir hafi verið búnir að samræma söguna þá eru þeir settir í gæsluvarðhald og farið í öll þessi smáatriði. Yfirleytt klikka menn á þessu, en það gerðist ekki hér með 5 mans, svo ætla má að þeir hafi verið að segja sannleikann, enda er hann sagna bestur.

  2. Grumpy old men Says:

    Það verður gaman að sjá útsk´tringar feministanna á þessu.

  3. Sigurður Says:

    Ég vil benda á óábyrgan og hlutdrægan fréttaflutning sem birtist á Vísi.is um málið.

    Una Sighvatsdóttir skrifar: ,,Eins og svo oft þegar um kynferðisbrot er að ræða stóð orð gegn orði í hópnauðgunarmálinu sem sýknað var í í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær“

    Sjá:

    http://www.visir.is/hopnaudgunarmalid-spegill-a-samfelag-klamvaedingar/article/2015151129776

    Ég skora á fólk að lesa dóminn og meta sjálft hvort hér hafi bara staðið orð á móti orði.

  4. Sigurður Says:

    Ég vil benda á óábyrgan og hlutdrægan fréttaflutning sem birtist á mbl.is um málið.

    Sunna Ósk Logadóttir skrifar. Í umfjöllun sinni byggir hún nánast eingöngu á framburði stúlkunnar auk þess að vitna til orða fólks sem er bersýnielga heltekið af tilfinningum auk þess sem ein tilvitnaðra er móðir stúlkunnar sem um ræðir.

    Sjá:

    http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/11/21/algjorlega_venjulegt_kynlif/

    Það er bersýnilegt á skrifum Sunnu að ætlun hennar er að villa um fyrir lesendum mbl.is.

    Ég skora á fólk að lesa dóminn og meta sjálft hvort umfjöllun Sunnu Óskar gefi rétta mynd af málinu.

  5. Kjartan Saemundsson Says:

    Það er stórhættulegt að hafa skoðun á þessu máli. Hér er rýnt í dóminn sem skýrir atburðarrásina og þau gögn sem fyrir liggja í málinu og dómararnin byggja dóminn á……

  6. Friðgeir Sveinsson Says:

    Ég er einn af þeim sem tel þjóðfélagsumræðu nauðsinlega, og sannfæringu minni samkvæmt tek ég þátt í umræðunni. – Og er langt frá því að vera vinsælasti gaurinn hjá femenískum málpípum..
    – Ég veitti því athyggli að flestir þeir sem fordæmdu sýknunina höfðu ekki lesið dóminn sjálfann. Og jafnvel tóku það fram að þeir nenntu ekki að lesa dóminn.
    – Því miður þá virðist það samt sem áður vera svo að fjölmiðlar leiti til fólks innan kvennahreifingaan sem álitsgjafa sem að jafnvel hefur tilkynnt að þeð hafi ekki lesið dómsúrskurð eða málsgögn. En Fjölmiðlar hafa ruglið eftir þessu fólki eins og að það eigi erindi inní umræðuna.
    – Fyrir mér er það jafn vitlaus vinnubrögð eins og að spyrja Grænlending um hvað honum fyndist um það að ekki sé búið að ljósleiðaravæða öll heimili í Kabul, höfuðborg Afganistan.. Og að hans skoðun eigi í framhaldinu að móta innleiðingu ljósleiðara í Kabul.. Svona vinnubrögð segja meira um blaðamanninn en álitsgjafan.

    Gert er mikið mál úr því að þeir voru fimm karlkyns, og ein kvenkyns.. Og það vill til að ég átti þetta samtal við svila minn nokkrum dögum áður en að dómurinn féll.. Og það var eitt sem að við skildum ekki og það var einmitt þetta með fjöldan.. Og þegar að svo margir eru þáttakendur.. Við vorum ekki að kaupa það að þetta hefði verið nauðgun.
    Ég leifi mér að setja inn þá pælingu/rökstuðning sem okkur fór á milli í Copy/Paste formi í öðrum þræði þar sem þetta var einmitt rætt.. Og ég held að þetta sjónarmið eigi erindi.

    Tekið skal fram að milli okkar tveggja sem þetta ræddum eigum við 3 dætur, 1 fósturdóttir og enga syni. – Það verður seint hægt að klína því á okkur að við séu að tala fyrir einhverju fríríki graðra karlmanna.

    Rökstuðningurinn og hugleiðingin er hér.

    „Þetta er nefnilega málið ef að þú ert nr. 4 eða 5 í röðinni… Ég átti einmitt þetta samtal fyrir nokkrum dögum við annan mann.. Og er ekki réttari spurning. Hvað eru hinir 4 að hugsa? Snúum dæminu við.. 5 stelpur, einn strákur.. og þær ætla allar að ríða honum.. Sumir mundu segja að hann væri upptekin það kvöldið. Er það svo óhugsandi að þetta kynni að hafa verið málið. Stelpan ætlaði bara að ríða þeim öllum. Því ef það er ekki raunin.. Hvað voru þá allir hinir 4 að hugsa? Ég á frekar erfitt með að trúa því að á engum tímapunkti hafi einn af þessum 4 stöðvað þetta ef að þetta væri nauðgun. Sem dæmi, Og ég bið alla karlmenn að hugsa þetta.. Finnið 4 vini ykkar sem að mundu ekki bara láta það óátalið þegar að þið væruð að nauðga konu, heldur líka tækju þátt í því.. Spurningin er „Hvað voru hinir 4 að hugsa?“
    – Hver ykkar á 4 vini sem mundu ekki bara láta ykkur í friði.. Heldur líka taka þátt með ykkur í að nauðga?
    – Ég sjálfur stend á gati við að reyna að hugsa um bara einn vin minn sem stæði hljóður, eða tæki þátt. Ég bara get ekki hugsað hver sá eini vinur minn væri líklegur… Hvað þá 4 stikki.
    – Er umræðan á Íslandi orðin svo geðveikt hlutdræg að það sé ógjörningur að kona sé sek um dómgreindarleysi eða bara greddu og að karlmenn séu alltaf gerendur.
    – Ég sjálfur hef oft lent í ágengum konum. Ég annað hvort var þá á endanum þáttakandi eða varð að hafna konunar ástleitni.. Kannski vandræðalegt, en aldrei svo að ég fengi áfallastreytu röskun.. Eða endaði sem brotin einstaklingur.
    – Drengirnir voru sýknaðir meðal annars vegna framburðar vitnis sem greindi frá því að stúlkan hefði ákveðið að kæra nauðgun „ef“ myndbandið sæist. Og þá um leið refsa öllum til að hefna sín einum.
    – Nauðgun er viðbjóður, en það er aftaka á æru fólks líka. Umræðan á Íslandi um þessi mál er kominn svo langt í því að ófreskjuvæða allt sem karlkyns er að það er ómögulegt að taka margt af því alvarlega.. Og margt er hreinlega skaðlegt fyrir okkur sem samfélag.
    Núna sér maður hvern götudómarann á fætur öðrum setja á prent “ Sýknaðir, það þýðir ekki að þeir séu saklausir“ .. Þjóðin er bókstaflega að verða tröllheimsk í refsigleði og mass hysteriu.. Fólk þarf að fara að endurskoða þáttöku sína í umræðunni. Ég get fullyrt það að það er ekki vinsælt að vera gaurinn sem bendir á þetta.. Ég hef verið kallaður öllum illum nöfnum bara fyrir að benda á staðreyndir og rökvillur.. Og samtök eins og Stígamót eru alls ekki að laga umræðuna.. Þetta er orðin klikkun..Þessi mynd sem búið er að mála upp í íslensku samfélagi af karlmönnum er einungis að finna í stríðshrjáðum löndum þar sem nauðgun er orðin partur af aðferðafræði til að brjóta niður óvinaþjóðir… Og það að benda á það er gert að saknæmu athæfi. „Nauðgara-Vinur“ er nýtt orð.. Og það er kominn sú krafa að ekki eigi að leyfa þeim sem eru sökum bornir að fá að verja sig… Algjör mass hysteria.. Hvernig á að vera hægt að eiga samskipti við fólk í samfélagi sem hagar sér svona ?“

    Ég bið alla að hugleiða þetta…… Er það orðið svo að kvennahreifingarnar trúi því að við karlkynið tökum nauðgunum sem svo sjálfsögðum hlut að við mundum hugsanalaust taka þátt verðum við vitni að slíku ?

    Ég get bara talað fyrir sjálfan mig, yrði ég vitni að nauðgun, eða bara einhverju ofbeldi, gegn hverjum sem er þá læt ég það ekki óátalið. Ég gríp inní.. Og ég hef gert það. Í tvígang hef ég gripið inní þegar ég hef séð að verið er að berja fólk. Eitt sinn þegar maður gekk í skrokk á konu fyrir utan heimili móður minnar. Og í annað sinn þegar að 4 ungir menn, sennilega um tvitugt voru að lemja á einum dreng á svipuðum aldri. Í það sinn vorum við tveir félagar saman. Báðir tveir sjómenn, barum það með okkur. Við einfaldlega buðum þessum fjórum föntum að ef að fórnarlambið fengi ekki að fara með okkur þá mindum við blanda okkur í slagsmálin. fjórmenningarnir afþökkuðu boðið og við keyrðum þennan eina dreng til síns heima.

    Almennt held ég að þetta væru þau viðbrögð sem fulltíða menn munu sína.. Ekki taka þátt..

    Góðar stundir

    • Sigurður Says:

      Það virðist því miður vera að koma betur og betur í ljós að femínistahreyfingin er þétt setin af brjálæðingum. Ég sé a.m.k. alltaf minni og minni mun á femínistum og t.d. rasistum eða öðrum hópum sem hatast út í aðra hópa. Það sem er sérstakt við femínista er, eins og þú bendir á, að það telst ennþá í lagi að kalla til fólk úr þeirra röðum sem álitsgjafa.

      Og já, það er virkilega svo að fólk trúir því að karlmenn taki nauðgunum svo að þeir láti þetta ofbeldi óátalið og sammælist jafnvel um að beita því. Eitt skýrasta dæmið um að femínistahreyfingin sé haturshreyfing er einmitt þessi kenning kvennafræðinnar, að karlmenn noti kynferðisofbeldi, eða a.m.k. ógn um kynferðisofbeldi sem stjórntæki til að halda konum niðri.

      • Stjáni Says:

        Það er auðvitað rasismi að hata karlmenn. Ég vil nú votta þeim samúð mína sem eru giftir þessum rasistum. Mér sýnist jafnvel margir þingmenn búa við þessi örlög.

  7. Sigurður Says:

    Ég vil bend á viðtal við Daða Kristjánsson, saksóknara við embætti Ríkissaksóknara sem birtist á mbl.is

    Orð Daða benda til þess að eitthvað annað en lög um meðferð opinberra mála hafi ráðið ákvörðun um að gefa út ákæru í þessu máli.

    http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/11/20/ekki_akvedid_med_afryjun/

  8. Stjáni Says:

    Þetta er bara mjög góð samantekt. Áttu miklar þakkir fyrir.

%d bloggurum líkar þetta: