Sóley Tómasdóttir um kæru fyrir meinta nauðgun

2.12.2015

Blogg

Hér er eitthvað sem vert er að halda til haga.

Karlmaður kærir konu fyrir nauðgun. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi bregst við með því að lýsa því yfir, að við þetta hafi hún séð glitta í afkima feðraveldisins sem henni hafði ekki dottið í hug að væru til.

Og er hún þó annáluð fyrir einkar fjörugt ímyndunarafl þegar kemur því að kokka upp hugmyndir um almennt ónýti karla sem manneskja.

Þá bætir hún við að lögmaðurinn sem fenginn var til að senda inn kæruna fyrir hönd skjólstæðings síns, sé fyrirlitlegur lágkúrulögfræðingur en umræddur lögfræðingur er einmitt karlmaður eins og hið meinta fórnarlamb.

Untitled

Niðurstaða í þessu meinta kynferðisbrotamáli liggur auðvitað ekki fyrir. Einhver eftirfrandi niðurstaðna bíður konunnar sem ákærð er hér fyrir nauðgun:

 1. Málið á hendur henni gæti verið fellt niður vegna þess að ákæruvald telur ekki nægjanlegar líkur á sakfellingu á grundvelli fyrirliggjandi málsgagna.
 2. Ákæra gæti verið gefin út en konan svo sýknuð fyrir dómi á grundvelli málsgagna.
 3. Ákæra gæti verið gefin út og konan dæmd sek fyrir nauðgun.

Ég er ekki nógu mikill femínisti til að treysta mér til að leggja mat á sannleiksgildi kæru sem þessarar út frá engu nema frétt þess efnis að hún hafi verið lögð fram.

Já, sorrí með mig.

Ég er meira að segja svo gamaldags að finnast að það sé réttarvörslukerfisins, en ekki mitt, að skera úr um það og að það sé líklega affarasælast fyrir alla hlutaðeigandi að hafa það einmitt þannig.

Hvað sem því líður þá hefur femínístinn Sóley Tómasdóttir, hér sýnt að í huga femínista er ekki sama hvort þú ert karl eða kona þegar þú kærir meint kynferðisofbeldi gegn þér.

Ég held ég taki heldur ekki mikla áhættu þegar ég dreg þá ályktun að Sóley álíti að í tilviki meintra karlþolenda, þá skipti fyrri kynlífshegðun þeirra máli við mat á sannleiksgildi orða þeirra. Þeir sem hafa fylgst með þessu tiltekna máli og aðdraganda þess auk femínískrar orðræðu um kynferðisofbeldi, skilja hvað ég meina með þessu.

Það sem við vissum öll fyrir var þetta: Femínistar vilja að þegar kona kærir karl fyrir nauðgun þá teljist ásökunin ein fullgild sönnun fyrir sekt karlsins. Ganga skuli út frá sekt hans uns honum tekst að sanna sakleysi sitt.

Það sem við vitum þar að auki núna er að ef karl kærir konu fyrir nauðgun, þá sprettur kæran sú úr myrkum kimum feðraveldisins og þeir lögmenn sem taka að sér að senda inn slíka kæru fyrir hönd skjólstæðinga sinna eru fyrirlitlegir lágkúrulögfræðingar.

Hafi hún Sóley þökk fyrir afbragðs leiðsögu inn í myrka kima mæðraveldisins. Ég get þó ekki sagt að neitt hafi komið mér á óvart hér.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

5 athugasemdir á “Sóley Tómasdóttir um kæru fyrir meinta nauðgun”

 1. Elva Dögg Says:

  Ég get ekki ímyndað mér hvað það hlýtur að vera erfitt að fara svona bitur í gegnum lífið, alltaf í vörn og til í slagsmál. Sennilega mjög þreytandi.

  Annars er ég nú feministi og er ekki sammála því sem þú skrifar hér að ofan og ætlar okkur feministum að finnast og/eða vilja. Ég er líka með OCD (obsessive-compulsive disorder) og veit að þráhyggja getur gert mikinn óskunda í lífi manns. Spurning með að skella sér í greiningu bara því það eru til lyf sem hjálpa manni sem og sálfræðimeðferð.

  Gangi þér vel að kljást við þína raunverulegu sem og ímynduðu djöfla.

  • Sigurður Says:

   Takk fyrir innleggið Elva Dögg og ekki síst áhyggjur þínar af heilsufari mínu. Þú ert alls ekki fyrsti femínistinn sem álítur mig veikann fyrir að samsinna sér ekki.

  • Ómar Már Þóroddsson Says:

   Elva Dögg. Þú sem feministi hlýtur að vera sammála því að jafnrétti á að gilda á báða vegu. En ég hef því miður ekki séð feminista berjast gegn misrétti karla.T.d hef ég ekki séð mikla baráttu fyrir jöfnu forræði, eða eða þegar móðir tekur að sér að koma í veg fyrir umgengni. Sem ég skil ekki alveg nema feministar séu bara að hugsa um kvennréttindi.

 2. gestur Says:

  Það má bæta öðru við, sem afrek Sóleyjar Tómasdóttur á Twitter. Það var umfjöllun um þetta á Pírataspjallinu fyrir stuttu. Þar var fjallaði um hvað Sóley, forseti borgarstjórnar, getur verið ómerkileg og óheiðarleg í yfirlýsingum sínum. Á Twitter fullyrðir Sóley (orðrétt):

  „Kynbundið ofbeldi er algengasta dánarorsök kvenna á aldrinum 16-44 ára í Evrópu. Það er stærsta vá okkar tíma. #þöggun #konurtala “

  Það er alveg skýrt að þetta er ekkert annað en lygaþvæla. Kynbundið ofbeldi er ekki einu sinni meðal 5 helstu dánarorsaka kvenna í Evrópu. Það má t.d. nefna að krabbamein, sjálfsmorð og slys eru mun algengari orsakir dauðsfalla hjá ungum konum en kynbundið ofbeldi.

  Af hverju er hún að halda þessu fram? Svona rangfærslur eru raunverulegum fórnalömbum ofbeldis alls ekki til hagsbóta.

  Í raunveruleikanum er ekki til neinar ábyggilegar tölur um dauðsföll vegna kynbundins ofbeldis. Það verður að reikna það sem hlutfall af morðum á konum. Morð á konum eða dauðsföll í kjölfar ofbeldis er hins vegar alls ekki meðal helstu ástæðna fyrir dauða kvenna á aldrinum 16-44 ára í Evrópu. Svona fullyrðing er því fullkomlega út í hött.

  Þar af auki eru karlmenn miklu líklegri til að látast af völdum ofbeldis en konum. Hátt í 4 af hverjum 5 sem látast í heiminum vegna ofbeldis eru karlmenn.

  Þetta er til skammar fyrir forseta borgarstjórnar og nýjan formann Mannréttindaráðs Reykjavíkur að nota svona falsaða tölfræði sér til framdráttar. Hún leiðréttir þetta ekki þó henni sé bent á þetta. Þessi manneskja er spillt og óheiðarleg. Þetta er ekki eina dæmi um svona rangfærslur úr þessari átt.

  BBC fjallar hér um sambærilegar rangfærslur og lygar, eins og Sóley er að breiða út:
  https://archive.org/details/FalseDomesticViolenceFiguresExposed

  Nánar: https://robertwhiston.wordpress.com/2011/06/03/27/

  Aðrar heimildir:
  http://ec.europa.eu/eurostat/statistics-explained/index.php/Causes_of_death_statistics#Analysis_by_age
  http://www.who.int/violence_injury_prevention/key_facts/VIP_key_fact_6.pdf?ua=1
  http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs310/en/index1.html

  • Sigurður Says:

   Takk fyrir frábærlega framsett innlegg.

   Ég tek undir það með þér að hluta að svona rangfærslur séu engum til hagsbóta. Því það er auðvitað femínistum til hagsbóta að halda því fram að karlmenn séu plága sem herjar á konur. A.m.k. þeim femínistum sem byggja lífsviðurværi sitt á því að telja öðrum trú um að hafa verði þá á launum hjá hinu opinbera við að berjast við þennan ímyndaða vanda.

   Þar sem þú ert bersýnilega vel settur með heimildir þá langar mig að biðja þig að líta á Rannsókna- og heimildasafnið. Því veitir ekki að viðbætum frá sérfróðum. Sjá: https://forrettindafeminismi.com/rannsokna-heimildasafn/

   Vel framsettar heimildir eru ávallt vel þegnar.

%d bloggurum líkar þetta: