Fyrirlestur: Dr. Miles Groth: The Boy is Father to the Man

The Boy is Father to the Man er yfirskrift þessa fyrirlesturs Dr. Miles Groth sálfræðings. Fyrirlesturinn var fluttur á málþingi Australian Institude of Male Health & Studies (AIMHS) á síðasta ári.

Mér fannst tilvalið að birta þennan fyrirlestur núna þar sem drengjaorðræðuna bar óvænt á góma í færslu hér um daginn. Það að tala um vandamál drengja er ekki vel séð í samfélagi forréttindafemínista. Þ.e.a.s. önnur vandamál en þau sem enda í garði kvenna.

Hér ræðir Miles drengi og persónumótun drengja og karla. Áhrif aðstæðna í uppvexti og hvernig það skilar sér frá drengnum yfir í hinn fullveðja karlmann. Þá gerir hann skil kjarnafjölskyldunni og þeim breytingum sem fjölskyldan hefur tekið í samfélaginu á síðastluðnum áratugum. Þá ræðir hann áhrif föðurleysis á drengi og karla.

Þetta er því miður ótextað en fyrirlesturinn er fluttur á ensku og tekur tæpan klukkutíma.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: