Glæpakvendi á forsíðu kvennablaðs

24.11.2012

Blogg

Volg er nýtt tímarit fyrir konur. Á innsíðu segir að blaðið sé ekki fyrir hvaða konur sem er, heldur konur sem gera kröfur til sjálfs síns, til samfélagsins og til þess að um þær sé fjallað af myndugleik.

Fyrirsætan sem prýðir forsíðu fyrsta tölublaðsins var í lok árs 2011 dæmd fyrir sérstaklega hættulega líkamsáras gegn fyrrverandi unnusta sínum en hún lagði til hans með steikarhníf og stakk í öxlina.

Stutt úttekt á glæpum þar sem konur leggja til karla með hnífum staðfestir að tilgangur kvenna er ekki sá að fá sér smá bita af fórnarlömbum sínum heldur sé hann sá að aflífa þau. Það er þó auðvitað ekkert hægt að fullyrða um tilganginn í þessu tiltekna máli út frá því.

Fyrirsætan hlaut 12 mánaða dóm, þar af 9 skilorðsbundna. Ekkert „meint“ brot hér á ferð, engin óvissa, engar upplognar sakir eða önnur álitamál.

Semsagt augljóst tákn um steikarhnífamorðsmenningu þá er þrífst í skugga mæðraveldisins.

Spurning um að stofna Facebook grúppu eins og nokkrir vaskir menntskælingar sem kæra sig ekki um að þurfa að horfa á fólk sem ekki er þeim samboðið í fjölmiðlum landsins?

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

8 athugasemdir á “Glæpakvendi á forsíðu kvennablaðs”

 1. Halla Says:

  Hjálp.. mæðraveldis? Mikil er veruleikafirring hjá þér ef þú telur þig lifa í mæðraveldi.

  • I Says:

   Og rökstuðningur Höllu fyrir sinni fullyrðingu er?

  • Sigurður Says:

   Þarna var ég að slá á létta strengi. Líka þegar ég talaði um steikarhnífamorðsmenningu. Það að þú hafir tekið þetta alvarlega sýnir kannski hvað ég er ferlega lélegur í því að slá á létta stengi.

   Telur þú þig lifa í feðraveldi annars?

 2. Eva Hauksdóttir Says:

  Ætli það sé nú ekki frekar á ábyrgð þess sem heldur því fram að mæðraveldi ríki að færa rök fyrir því.

  Annars er viðtalið við konuna hér. Það er ekki að sjá að hún telji sig hafa gert neitt rangt http://issuu.com/bebebergur/docs/volg_n_1?mode=window&backgroundColor=%23222222

  • Sigurður Says:

   Já þetta er stórmerkilegt. Hér er bara skautað yfir þetta og málið afgreitt eins og einhver misskilningur:

   „Það var í árslok árið 2010 sem henni lenti saman við fyrrverandi kærasta sinn og endaði það illa. Í kjölfarið var Elín ákærð og því fylgdi bið eftir dómi. „Það var erfitt að bíða eftir niðurstöðunni í þessu máli og ég var ekki sátt við hana. Það eru tvær hliðar á öllum málum. Mig langar alls ekki að grafa upp gömul sár og þess vegna vil ég sem minnst um þetta segja, annað en það að þetta var samband sem endaði mjög illa. Ég vissi strax að ég hefði tvo kosti. Að láta þetta mál fara illa með mig, eða læra af því. Svona lífsreynsla fær mann til að horfast í augu við sjálfa sig, horfa á líf sitt og spyrja sig hvað það er sem skiptir máli. Að geta gert það sem þú vilt, þegar þú vilt. Litlu hlutirnir.“

   Prófum að víxla kynjum og velta fyrir okkur hvort þetta hefði verið birt á prenti. Nú eða velta fyrir okkur hvað yrði sagt ef hér væri karlkyns nauðgari að ýja að ábyrgð fórnarlambs síns … ég meina, það eru tvær hliðar á öllum málum.

  • Martin Says:

   Nú fyrst hún telur sig ekki hafa gert neitt rangt að þá hlýtur það að vera rétt. Svona eins og barnaníðingur sem telur sig ekki hafa gert neitt rangt hlýtur þá að hljóta sömu meðferð er það ekki? Algjör rökleysa hjá þér Eva mín, algjör!

   Ég vill taka það fram að ég er ekki að bera upp á neinn dóm fyrir eitt né neitt heldur bara að svara rökum sem Eva setur fram hér að ofan, áður en einhver tryllist út í mig og heldur því fram að ég sé að dæma einhvern.

  • Ingimundur Says:

   Tja, Eva, mér finnst nú ekki óeðlilegt að sá sem segir „Mikil veruleikafirring“ geri amk einhverja tilraun til að færa rök fyrir að „mæðrlaveldi“ sé ekki til, það gerir stórkallaleg orðin sjáðu til. Ib

%d bloggurum líkar þetta: