Uppfært: Frétt Vísis sem hér er sýnt skjáskot af og er til umfjöllunar, hefur nú verið eytt.
Á visir.is er að finna efnisflokkinn ,,Lífið“. Undir hann fellur umfjöllun um skemmtun og afþreyingu ýmiskonar. Og svo náttúrulega fréttir, myndir og myndbönd af konum að kveikja í körlum.
Hvað gengur á í hausnum á fólki sem lítur á þetta sem skemmtiefni veit ég ekki. En ég ákvað að spyrja ritstjórn visir.is að því hvort von væri á meira svona skemmtiefni á næstu misserum:
,,Góðan dag,
Veitti því athygli að Vísir.is birtir í dag myndband af konu kveikja í karlmanni. Myndbandið er birt undir afþreyingarflokknum ,,Lífið“ og er greinilega sett fram sem skemmtiefni.
Sjá: http://www.visir.is/kveikir-i-klofi-framhjahaldarans-/article/2015150819043
Er von á fleiri skemmtilegum myndböndum frá ykkur af konum að kveikja í karlmönnum eða beita þá annarskonar ofbeldi á næstunni?
Kveðja,
Sigurður Jónsson“
Mig langar að hvetja lesendur bloggsins til að láta í sér heyra varðandi þetta mál. Netfangið er ritstjorn@visir.is.
SJ
9.11.2015 kl. 5:27
Sæll, hef einstaka sinnum kíkt hér inn. Það er þarft að benda á vitleysuna sem stundum/oft vellur upp í kring um kynjaumræðuna á landinu. Þakka þér fyrir að taka af skarið.
Varðandi myndbandið annars. Eitthvað virðist þetta hafa haft áhrif því hlekkurinn er dauður. Fékkstu svar? Hvernig var viðtakan í pistlinum?
11.11.2015 kl. 15:51
Takk, velkominn og afsakaðu sein svör. Hef verið í fríi frá málefninu síðustu vikur. Já, það var tekið niður stuttlega eftir að ég sendi erindi á ritstjórn. Erindi mínu var þó ekki svarað en það er svosem ekki í fyrsta sinn sem ritstjórn þessa miðils hundsar eðlilegar fyrirspurnir frá mér.