Fyrirlestur: Dr. Murray Straus: 30 Years of Research on Partner Violence: Denial and Distortions of the Evidence and What to do about it

Dr. Murray Straus hefur í áratugi verið álitinn einn fremsti sérfræðingur á sviði rannsókna á heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum (e. parntner violence).

Hann á t.d. heiðurinn af útgáfu fyrstu rannsóknar í bókaformi á heimilisofbeldi í bandarískum fjölskyldum. Þá þróaði hann módel til að greina ofbeldishegðun, The Conflict Tactic Scale, módel sem enn í dag er eitt mest notaða verkfæri til að greina heimilisofbeldi.

Í upphafi fyrirlesturs hlýtur Straus einmitt viðurkenningu fyrir þetta áratuga starf sitt og framúrskarandi rannsóknir á heimilisofbeldi. Það er The National Family Violence Legislative Resource Center sem veita viðurkenninguna.

Getur verið að niðurstöður hlutlausra rannsókna á heimilisofbeldi sýni allt aðra niðurstöðu en ,,rannsóknir“ femínista? Fáum við rétta mynd af vandanum í gegnum það sem mætti kalla heimilisofbeldisiðnaðinn? Gefa kenningar kynjafræðinnar um orsakir heimilisofbeldi rétta mynd af umfangi vandans eða vinna þessar kenningar jafnvel gegn meðferð og forvörnum? Hver er þáttur þrýstihópa femínista í ríkjandi hugmyndum okkar um eðli og umfang vandans?

Í þessum fyrirlestri sínum leitast Dr. Straus við að svara þessum spurningum meðal annara. Raunar hefur hann verið að svara þessum spurningum síðustu þrjátíu árin eða svo og fyrir það hafa femínistar kunnað honum litlar þakkir. Fyrirlesturuinn er kannski sérstaklega áhugaverður fyrir þær sakir að í honum er skýrt nákvæmlega hvaða aðferðum forréttindafemínistar beita til að leyna almenning niðurstöðum hlutlausra rannsókna á þessu sviði.

Fyrirlesturinn var haldinn á ráðstefnunni From Ideology to Inclusion sem haldinn var í Kaliforníu á vegum California Alliance for Families and Children árið 2008.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

, ,

Lokað er á athugasemdir.