Fyrirlestur: Dr. Donald Dutton: Er heimilisofbeldi kynbundið vandamál?

Þegar þú heyrir hugtakið heimilisofbeldi er langlíklegast að þú sjáir fyrir þér friðsama og saklausa konu verða fyrir alvarlegu ofbeldi af hálfu karlmanns. Þ.e. að því gefnu að þú hafir augu, eyru og hafir búið á Íslandi einhvern hluta síðustu þriggja áratuga.

En hefur þú einhverntíman staldrað við og velt fyrir þér ástæðum þessa hugrenningatengsla? Hversu algeng ætli einmitt þessi birtingarmynd ofbeldis sé? Eiga konur, sem sæta ofbeldi af hálfu maka, aldrei neinn þátt í að skapa þær aðstæður sem ofbeldið þrífst í? Eru konur svo vel gerðar af náttúrunnar hendi að þær beita aldrei ofbeldi heldur verða aðeins fyrir því? Er ofbeldi gegn konum viðurkennt og jafnvel eins konar verkfæri sem karlar nota til að halda konum niðri með kerfisbundnum hætti eins og femínistar halda gjarnan fram?

Í þessum fyrirlestri svarar Dr. Donald Dutton þessum spurningum um leið og hann reynar að varpa ljósi á meginspurninguna; er heimilisofbeldi kynbundið vandamál í eðli sínu. Dutton hefur áratuga reynslu af rannsóknum á ofbeldi og hefur gefið út fjölda bóka um ofbeldi auk þess að vera oft fenginn til að koma að réttarhöldum sem sérfræðingur um málefnið.

Fyrirlesturinn var fluttur í Háskólanum í Bresku Kólumbíu í nóvember 2014 fyrir tilstuðlan the Canadian Association for Equality og UBC Men’s Issues Awareness Society.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: