Bækur: Men on Strike: Why Men are Boycotting Marriage, Fatherhood, and the American Dream – And Why It Matters

1.4.2015

Bækur

men-on-strikeÍ bókinni Men on Strike, veltir Dr. Helen Smith fyrir sér ástæðum þess að vaxandi hópur karla virðist leynt og ljóst vera að draga sig í hlé frá ýmsum stéttum og sviðum samfélagsins. Sífellt lægra hltufall karla virðist t.d. kjósa að ganga í hjónaband, klára háskólanám eða eignast börn.

Rétt eins og raunin er með flestar bækur sem hér eru kynntar þá er höfundur bandarískur og er bókin innlegg í jafnréttisumræðuna þar í landi. Það breytir því þó ekki að margt í bókinni má eins heimfæra yfir á íslenskt samfélag.

Bent er á að lagabreytingar þær sem femínistahreyfingin hefur barist fyrir undanfarna áratugi hafa gert ýmsar stofnanir samfélagsins fjandsamlegar karlmönnum. Menntastofnanir séu kvenmiðaðar eða jafnvel beinlínis fjandasamlegar körlum, sifjaréttur sé konum svo hagfelldur að karlmenn ýmist þori orðið ekki að eiga börn með konum eða dragi sig út úr því að vera virkir feður andspænis misnotkun kvenna á þessum forréttindum.

Þá er í bókinni að finna mjög áhugaverðar vangaveltur um það hvernig rými karlmanna fer sífellt minnkandi í samfélagi okkar. Bæði utan og innan heimilis. Karlaklúbbar eru annaðhvort bannaðir eða litnir hornauga á meðan kvennaklúbbar eða viðburðir sem körlum er ekki heimilt að sækja er fagnað. Innan heimilis birtist þetta svo í því að karlmaðurinn og þörf hans fyrir rými verður að einhverskonar afgangsstærð, oft þannig að honum er úthlutað afmarkað og lítið pláss t.d. í bílskúrnum eða kjallaranum þar sem hann getur verið með ,,draslið“ sitt en líkast til þekkja fleiri merkingu hugtaksins ,,man cave“ en hugtaksins ,,misandry“ nú til dags, jafnvel í hinum enskumælandi heimi.

Bókin byggir á gömlum merg og margt af því sem í henni kemur fram má finna í bókum eftir t.d. Warren Farrell og Christina Hoff Sommers. Þessi bók er þó töluvert nýrri en bækur Farrells og Sommers og inniheldur því nýrri tölfræði sem raunar sýnir að þróuninn hefur á nokkrum sviðum verið hraðari en Farrell og Sommers spáðu fyrir um.

Lokahluti bókarinnar er þó nokkuð áhugaverður og gengur lengra en bara að gagnrýna hið femíníska kynjakerfi eins og ófáir höfundar hafa áður gert. Hér fer höfundur yfir það hvað karlmenn geti gert til að varðveita sig í þessu umhverfi. Það sem gerir þessa lesningu einkar áhugaverða er að höfundur er sálfræðingur sem unnið hefur með körlum um árabil og þekkir því þau vandamál sem karlmenn glíma sérstaklega við vegna kynferðis síns í nútímasamfélagi.

Tvímælalaust áhugaverð bók sem veitir ágætis yfirlit yfir stöðu karlmannsins í nútímasamfélagi þegar kemur að menntun, vinnu, heimilis- og félagslífi, hjónabandi og föðurhltuvekinu. Þá er einnig gaman að sjá nýjan og öflugan talsmann karlréttinda úr röðum kvenna en konur virðast í síauknum mæli farnar að setja niður fótinn gagnvart fasískri kvenhyggju og því ber auðvitað að fagna.

Útgáfuár: 2013
Síðufjöldi: 242

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

3 athugasemdir á “Bækur: Men on Strike: Why Men are Boycotting Marriage, Fatherhood, and the American Dream – And Why It Matters”

  1. Geert Says:

    Mikið er gaman að sjá síðuna lifna við aftur. Hún er virkilega gott og þarft innlegg inn í einhliða umræðu. Takk fyrir mig og haltu endilega áfram 🙂

  2. Nasty old male Says:

    Sammála Geert

%d bloggurum líkar þetta: