Bréf til Borgarstjóra: Kynjaaðskilin Reykjavík 2015!

29.10.2013

Blogg

Ég fékk um daginn sent afrit af bréfi sem kona sendi Borgarstjóra, Jóni Gnarr. Bréfið sendir hún Jóni í kjölfar þess að hann reifaði hugmyndir um að meina körlum aðgang að sundstöðum borgarinnar, reglulega í stuttan tíma í senn, svo konur geti sótt þá án þess að þurfa að þola nálægð við karlmenn. Ég skrifað um það mál hér.

Með þessu væri Jón að stuðla að kynjaaðskilnaði sem minnir um margt á kynþáttaaðskilnað sem blökkumenn í bandaríkjunum börðust fyrir afnámi á allt fram á sjötta áratug síðustu aldar. Þá giltu strangar reglur um það hvar blökkumenn skyldu halda sig á opinberum stöðum ef þeim leyfðist yfir höfuð að koma þangað inn.

Flest vonum við sjálfsagt að vestræn menning sé að færast frá svona aðskilnaðarhyggju en það er þó sitthvað sem bendir til þess að hópar í samfélaginu vilji skapa slíkar gjár á ný og nú á milli kynja.

Bréfið:

,,Ágæti Borgarstjóri Jón Gnarr,

Ég sá nýlega að þú hefðir viðrað þær hugmyndir í borgarstjórn að hafa sérstaka konutíma í sundi þar sem við þyrftum þá ekki að deila rýminu með körlum þegar við færum í sund. Þessu fagna ég og álít þetta mikilvægt skref í jafnréttisbaráttu kvenna. En betur má ef duga skal!

Eins og þú veist eflaust fullvel þá var Róm ekki byggð á einum degi (þó karllægar áherslur hafi síðar leitt til hruns hennar á svo gott sem einum degi – en það er nú önnur saga). Þetta skref þitt er lítið en mikilvægt skref á leið okkar til fulls aðskilnaðar kynjanna. Næst myndi ég vilja sjá þig leggja til sérstaka kvennastrætóa og sérstaka veitingastaði fyrir konur eða til vara, að körlum séu að minnsta kosti afmörkuð svæði í strætóum og veitingastöðum sem þeim verður gert skylt að halda sig innan. Það sama mætti hugsa sér með vinnustaði og menntastofnanir í borginni.

Það er gjörsamlega óþolandi fyrir konu að geta ekki stundað daglegt líf án nálægðar við karlmenn og í raun ótrúlegt að nú árið 2013 geti kona ekki kosið að sniðganga þessa hóbóa sem eru síreynandi við okkur, jafnvel á sundskýlunni einum fata!

Með þessu gæti Reykjavíkurborg náð forskoti og verið leiðandi í að skapa sannkallaða kvennaparadís á jörð. Ætla má að þetta myndi fjölga konum í borginni sem væntanlega myndu flykkjast hingað hvaðanæva af úr heiminum. Hér eru ótaldir hinir ýmsu afleiddu kostir slíkrar sérstöðu, t.d. myndi glæpum fækka enda konur siðferðilegir betrungar karla í hvívetna. Þá hafa nýlegar rannsóknir sýnt að lífstíll kvenna leiðir til minni losunar gróðurhúsalofttegunda en lífstíll karla auk þess sem konur eru almennt snyrtilegri og betur lyktandi.

Með baráttukveðju og von um góðar undirtektir,
(nafn fjarlægt)“

Nú veit ég ekkert hvort Borgarstjóri hefur svarað bréfritara eða hvort ég fái afrit af því. Mér finnst þessi gjörningur þó alveg standa fyrir sínu eins og hann er.

Hér er grín gert að grínaranum.

SJ

| Taktu þátt | Óskast | Rannsókna- & heimildasafn |

4 athugasemdir á “Bréf til Borgarstjóra: Kynjaaðskilin Reykjavík 2015!”

 1. Símon Says:

  HAHAA 😀 já og svo eins og hún Eva Hauks stakk upp á, hafa sérstök kvenna bæjarfélög, ég er alveg til í það en þau eiga ekki að fá neina sérstaka kvenstyrki, sjálfstæði fylgir ábyrgð og feminstar eiga ekki að komast upp með að vera stór börn 😀

  • Halldór Says:

   Gott bréf frá konunni til borgarstjórans. Aðskilnaðarstefnan getur verið fyndin ef hún er augljóslega grín. Tillögur borgarstjórans voru alls ekki augljóst grín og í ljósi umræðunnar þá getur aðskilnaðarstefan orðið að veruleika. Það er hins vegar nokkuð fjarlægt að sjá fyrir sérstök kvenna bæjarfélög. En verði það einhverntímann að veruleika þá er það enn fjarlægra að slíkt bæjarfélag fengi ekki sérstaka kvennastyrki. Aukin ábyrgð hefur ekki verið hluti af kvennréttindabaráttunni. Baráttan snýst um rétt án ábyrgðar.

   Ég man ekki eftir kvennréttindahreyfingu sem barist hefur fyrir því að dómstólar taki með sama hætti á glæpum kvenna og karla. Eða að þær berjist fyrir því að viðurlög verði sett við brotum á barnalögum (sem í 90+% tilfella ætti við um konur). Eða að sömu kröfur yrðu gerðar til framfærslu frá konu og karli.

   Oftast er talað um að allt sem miður fer geri það vegna karllægra gilda. Kannski eru það karllæg gildi sem ráða því að konur megi ekki axla ábyrgð. Dómarar af báðum kynjum dæma konur til mun vægari refsinga en karla fyrir sömu brot. Lögregla og saksóknarar af báðum kynjum ákæra síður konur en karla fyrir sömu brot.

   Kvennréttindahreifingar eru þannig fullar af karlrembu þar sem þær líta svo á að konur geti ekki axlað ábyrgð. Konur eru bara stór börn sem þurfa mikla peninga og enga ábyrgð.

   Með réttindum og sjálfstæði á að fylgja ábyrgð. Þegar íslensku bankarnir voru einkavæddir þá fylgdi ábyrgðin ekki með. Þeir fengu sjálfstæði en ábyrgðin var enn hjá þjóðinni. Niðurstaðan var fyrirsjáanleg. Kvennréttindi á Íslandi hafa stóraukist og eru í mörgu mun meiri en hjá körlum en ábyrgðin er enn hjá körlum.

 2. Sigurjón Says:

  Þetta bréf er bara perla. Góð ádeila á kröfur um aðskilnað í skjóli fórnarlambafemínisma. Takk fyrir þetta.

%d bloggurum líkar þetta: