Lokum umræðunni um ofbeldi kvenna

22.9.2012

Blogg

Hver kannast ekki við að talað sé um nauðsyn þess að opna umræðuna? Femínistar hafa verið óþreytandi við að benda á þetta, sérstaklega í tengslum við það sem þær kalla kynbundið ofbeldi.

Því háttar hinsvegar svo til, að þegar ofbeldi kvenna gegn börnum og körlum ber á góma þá vilja þær helst loka umræðunni. Þetta sjáum við glögglega í ummælakerfi dv.is undir pistli Heiðu B. Heiðars, „Ofbeldiskonur„. Í þessum stutta og kjarnyrta pistli ljáir Heiða máls á þeirri staðreynd að hér á landi, eins og annarsstaðar, er aragrúi barna og fullorðins fólks fórnarlömb kvenna sem beita ofbeldi í umgengnismálum.

Heiða telur upp þekktar fléttur sem ofbleldiskonur nota í umgengnisdeilumálum. Hafa skal í huga að mörg mál fara aldrei í formlegan deilufarveg þar sem karlar meta stöðu sína svo afleita að þeir gefast upp áður en slagurinn byrjar hafi barnsmóðir þeirra gert sig líklega til að beita einhverri af þeim fléttum sem hér eru nefndar:

  • Að ljúga eiturlyfjaneyslu upp á barnsföður
  • Að ljúga andlegu ofbeldi upp á barnsföður
  • Að ljúga líkamlegu ofbeldi upp á barnsföður
  • Að ljúga kynferðislegu ofbeldi upp á barnsföður

Venjan er sú að þegar skifaðar eru greinar um ofbeldi karla gegn konum og  börnum, þá hrósi femínistar greinarhöfundum í hástert og tala um þörf þess að „opna umræðuna“ jafvel þó fáar umræður hafi verið jafn opnar á undanfarinn einn og hálfa áratug, hið minnsta.

En skoðum hvaða viðrögð pistill Heiðu fékk. Ég vek athygli á að sést hefur til sumra þessara femínista þar sem þeir hafa opinberlega dásamað greinar um ofbeldi karla gegn konum og börnum.

Sorgleg grein segir þessi kona. Það að opna umræðu um ofbeldisfullar konur hjálpar auðvitað bara ofbeldisfullum körlum sem Arndís segir að séu fleiri en konur þó rannsóknir bendi til annars.

Uss segir þessi, það eru bara fordómar og kvenfyrirlitnign að gagnrýna ofbeldishegðun kvenna. Ég meina, ungir karlar erfðu hina sögulegu skuld vegna misréttis í garð kvenna fyrr á tímum, fenguð þið ekki minnisblaðið? Og já, svo eruð þið bara sjúk!

Í heiminum sem þessi dagmamma býr í, er því saman að jafna að karlar verði fyrir fölskum ásökunum um kynferðislega misnotkun á börnum sínum og því að einhverjar konur hafi eignast barn með mönnum sem sinni ekki börnum sínum. Það er náttúrulega hrikalegt að konurnar neyðist til að eyða meiri tíma með börnum sínum.

Hér er svo kisa sem hvæsir. Haltu þig á mottunni Heiða!

Er ekki óþarfi að væla yfir þessu? Ég er viss um að þetta er rosalega sjaldgæft. Tölum um eitthvað annað.

Haaa!? Las ég rétt, ertu að segja að konur geti sagt ósatt!? Farðúrbænum!

Þetta er allt rangt hjá þér Heiða. Ég lifi enn í fortíðinni og vil að karlmenn í dag líði fyrir það hvernig hlutirnir voru áður en þeir fæddust!

Við látum þetta nægja en þetta eru ekki einu ummælin sem eiga heima hér. Þessi samantekt ætti að gefa lesendum góða innsýn í þann tvískynnung sem einkennir forréttindafemínisma. Í þessum málaflokki, sem og öðrum, helgast áhugi forréttindafemínista minna af hagsmunum hinna meintu skjólstæðinga (í þessu tilviki barna) en meira af því hversu mikið karlahatur tiltekin umræða getur af sér.

Væri tilgangur þessara forréttindafemínista fyrst og fremst sá að forða börnum frá sársauka, myndu þeir vitaskuld aldrei stuðla að þöggun í umræðu sem varðar ofbeldi gegn börnum. Þessum konum er meira umhugað um að ala á karlahatri en að auka öryggi barna nokkurntíman. Ég kann þessum konum bestu þakkir fyrir að sýna svona vel fram á það.

Heiðu vil ég hinsvegar þakka fyrir að sýna þann kjark að ljá máls á þessu falda vandamáli. Viðbrögðin við grein hennar sýna að kjark þarf sannarlega til.

SJ

, ,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: