Eva Hauksdóttir er án efa einn harðasti andstæðingur forréttindafemínista sem eitthvað ber á í dag. Hún er sérstaklega sterk í málum er varða kynfrelsi kvenna, klámvæðingu og kynferðisofbeldi og virðist hafa sýnt þeim málaflokkum sérstakan áhuga.
Hér er hún í Silfri Egils frá því fyrr í dag þar sem hún gagnrýnir baráttu forréttindafemínista (nærbuxnafemínista). Hún beinir sjónum einkum að forræðishyggju femínista hvað varðar kynfrelsi kvenna, staðgöngumæðrun og baráttu þeirra gegn klámvæðingu, kynferðislegri áreitni og ofbeldi ásamt því að gagnrýna tilburði femínsta við að berjast gegn mannréttindum karla og koma á öfugri sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum.
Þá bendir hún réttilega á að femínistahreyfingin hafi að miklu leyti yfirtekið orðræðuna og sé að hluta til orðin að nýju kennivaldi í íslensku samfélagi sem skilgreini siðleg gildi eftir hugmyndafræði sinni.
–
SJ
15.4.2012
Blogg, Myndbönd