Í morgunþættinum Í bítið á Bylgjunni var nýlega fjallað um opin fund sem Háskóli Íslands stóð fyrir um karla og jafnrétti á Jafnréttisdögum sínum þann 18. okt sl. Í þættinum var rætt við Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu og Ingólf V. Gíslason sem kynntur var til leiks sem karlafræðingur.
Ef við gefum okkur að það sé yfir höfuð eðlilegt að ríkisstofnun hafi yfirumsjón með því hvernig kynin kjósa að lifa lífi sínu og stilla saman strengi sína þá fannst mér það óneitanlega spennandi að heyra hvað formlegur yfirhugmyndafræðingur ríkisins í kynjamálum hefði um karlmenn og jafnrétti að segja. Það var u.þ.b. þetta:
- Karlar verða að taka meiri þátt í umræðunni og skilja að hingað til hefur hallað á konur.
- Margt í lífi karla má breytast. T.d. náms- og starfsval og þeir þurfa að vera fleiri í stétt leikskólakennara og hjúkrunarfræðinga því þannig muni þeir auka lífsgæði sín að mati Kristínar.
- Þá segir hún mikið verk að vinna við að breyta karlmennskuímyndum og ákveðna hættu vera á að ríkjandi valdahópar verði fyrirmynd sem skilar sér svo inn í karlmennskuímyndir sem aftur verður þess valdandi að strákar fari síður inn í umönnunargreinar.
Vék þá máli að efnahagshruninu og þætti karla í því.
Kristín staðfestir í viðtalinu þá trú sína að hún telji að hrunið megi að einhverju leyti rekja til karlmanna og segist efast um að það hefði verið af viðlíka stærðargráðu og raunin varð, hefðu konur verið við stjórnvölinn. Hún segir að ekki megi gleyma því að íslendingar gegnu lengra en aðrar þjóðir í gróðærinu og að hér hafi myndast ákveðin menning í þeim „strákahópi“ sem leiddi okkur svona langt.
Undir lok viðtalsins missir jafnréttisstýran okkar sig svo í álfasögur sem hún heyrði á ráðstefnu í útlöndum um fjárfesta sem nálgast fjárfestingar sínar á heildrænan hátt meðal annars m.t.t. náttúruverndar og kynjajafnréttis. Hún virðist halda að fjárfestar muni nú, af einhverjum ástæðum, minnka áherslu sína á gróða en auka áherslu á kynjajafnréttismál og umhverfisvernd í fjárfestingum sínum.
Er nema von að körlum finnist þeir eiga lítið erindi í þessa umræðu?
SJ
20.11.2011 kl. 22:30
Já er nema von. Þvílíkt jafnrétti hjá þessu fólki. Það virkar víst bara í aðra áttina þegar hentar.
21.11.2011 kl. 11:47
Ótrúlegt hvað fjölmiðlafólk er blint á þetta rugl. Af hverju er aldrei gengið á þetta lið í svona þáttum og það látið standa fyrir máli sínu!?
21.11.2011 kl. 14:19
Já þetta er merkilegt.
Ef Kristín hefði nú notað tækifærið og talað um þætti eins og lakara atvinnuöryggi karla, kynbundinn dauðamun, kynbundinn refsimun nú eða bara foreldrajafnrétti þá hefði maður hugsanlega getað fengið það á tilfinninguna að Jafnréttisstofa liti á jafnrétti sem mál beggja kynja.
En nei, karla í fóstru- og hjúkrunarstörf er málið sem hún setur á oddinn.
26.11.2011 kl. 2:04
Ég hlýddi á þennan sama þátt og beið lengi eftir því að einhver viðstaddur, Heimir, Kolla eða Ingólfur bara spyrði jafnréttisstýru – í jafnréttisviku – út í hvar hún eða jafnréttisstofa teldi að karlmenn stæðu veikri stöðu, og hvað jafnréttisstofa væri að gera í því eða teldi að gera þyrfti í slíku – svona fyrst jafnréttisstýra gerði það ekki sjálf. Það voru mér mikil vonbrigði að ekkert fyrrgreindra skyldi á meðan ég hlustaði gera slíkt. Að sjálfsögðu liggur beint við að einhver spyrji jafnréttisstýru þessu og birti svör opinberlega. Þá er hægt að meta hvort Jafnréttisstofa er að sinna hlutverki sínu á fullnægjandi eða vinunandi máta – að vinna að jafnrétti fyrir bæði kyn með hag beggja í fyrirúmi. Þú stendur þig vel í aðhaldi við opinbera aðila Sigurður, en við þurfum fleiri að sinna því. Spyrjum Jafnréttisstofu og stuðlum að því að Jafnréttisstofa vinni faglega.
26.11.2011 kl. 11:13
Velkominn Ingimundur og takk fyrir innleggið.
Já þetta er því miður gömul saga og ný. Fjölmiðlafólk virðist fara sjálfkrafa í einhvern klappstýrugír þegar rætt er við femínista um jafnréttismál.
Ég er einmitt búinn að forma póst til Kristínar út af þessu en þar sem ég er að bíða eftir svörum við tveimur öðrum erindum þá hef ég ekki sent hann ennþá. Það er verst að þessar vinkonur mínar eru orðnar svo asskoti latar við að svara mér allt í einu – ég er kannski af röngu kyni, ég veit það ekki.
En það er rétt sem þú segir, það þurfa fleiri karlmenn að taka þátt. Það virðast engin takmörk fyrir því hvað umræðan getur súrnað þegar hún er jafn einhliða og raun ber vitni.