Harmur barnamorðingjans

17.11.2011

Blogg

Nú hefur mál litháísku stúlkunnar sem ákærð er fyrir að hafa banað nýfæddu barni sínu þann 2. Júlí sl verið dómtekið. Eins og gjarnan er þegar konur fremja ódæði, fer umræða af stað í samfélaginu um hvernig megi finna skýringar á verknaðinum í aðstæðum kvennanna – þetta er mjög áberandi stef.

Algengt viðhorf til brotakvenna er að konur sem t.d. myrða börn hljóti bara að vera veikar, í félagslegri sjálfheldu eða hvort tveggja. Ef fyrsta geðmat sakbornings sýnir ekki fram á ósakhæfi er um að gera að panta bara annað. Það er raunar alveg ótrúlegt hvað konur virðast hafa mikið rými til að fremja alvarlega glæpi og mæta samt samúð fremur en refsigirni (skoðið bara ummælin með tilvísaðri frétt). Það sama er ekki uppi á teningnum þegar karlmenn eru annarsvegar en þá á yfirleitt að drepa hægt, rólega og helst þannig að þeir þjáist sem mest.

Eftir að ég fór að vera meðvitaður um þetta hef ég svosem séð ýmislegt en ég verð þó að segja að það keyrði um þverbak þegar ég las umfjöllun á dv.is um dulsmál í kjölfar þess að mál litháísku stúlkunnar kom upp.

Dulsmál er semsagt það þegar kona eignast barn á laun og deyðir það strax við fæðingu. Í greininni er rætt við Má Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, sem rannsakað hefur heimildir um dulsmál fyrr á tímum og í greininni eru þessi ummæli höfð eftir honum:

„Mér finnst líka í raun erfitt að kalla þetta glæp, þetta er harmleikur og samúðin er að miklu leyti hjá konunum“

Ég saknaði þess að sjá í greininni hvort hann hefði líka samúð með börnunum sem þessar konur hafa drepið.

SJ

2 athugasemdir á “Harmur barnamorðingjans”

  1. Walter Says:

    Auðvitað á að refsa fólki sem drepur börn svo það kannski verði til að það þyki ekki minna slæmt en drepa fullorðna manneskju. Það eru mörg önnur úrræði fyrir fólk sem getur ekki alið upp börnin. Mun betra hefði verið að ganga út og skilja barnið eftir í stað þess að skera það og kyrkja síðan.

    Einnig hefur að sjálfsögðu engin áhuga á hvað föður barnsins finnst um að það var myrt. Það er eins og það komi honum ekki við og ekki mikill áhugi á að hann hafi misst barnið sitt.

    En til öryggis var hann tekinn fastur, í upphafi málsins, líklega vegna þess að það hlaut bara að vera að hann sem karlmaður væri sekur í þessu hræðilega morði.

  2. Sigurður Jónsson Says:

    Einhver sagði að femínismi gengi út á að koma körlum á sakaskrá en konum á sjúkraskrá. Það er kannski fullmikil einföldun en það er þó einhver sannleikur í því.

    Ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi að síðustu áratugi hafi allir fullorðnir barnamorðingjar á Íslandi verið konur. Ég held að þær hafi líka allar verið úrskurðaðar ósakhæfar en fróðlegt væri að sjá það rakið nákvæmlega.

    Svo er athyglisvert að velta fyrir sér hvernig kyn spilar inn í þetta mál til samanburðar við nýlegt morðmál (Gunnar Rúnar) þar sem fyrsta geðmat benti til ósakhæfis en seinna geðmat til sakhæfis. Í máli stúlkunar bendir fyrra mat til sakhæfis og nú er búið að óska eftir yfirmati sem ég skal veðja við þig að mun benda til ósakhæfis.

    Áhugaverður vinkill sem þú bendir á með barnsföðurinn.

%d bloggurum líkar þetta: