Ofbeldisfullir forréttindafemínistar

17.9.2011

Blogg

Forréttindafemínistar eru mjög á móti ofbeldi ef það beinist gegn konum. Öðru máli gegnir um ofbeldi gegn körlum sem þær eru oft mjög fylgjandi og hafa velþóknun á. Þetta má finna fjölmörg dæmi um.

Eitt svona dæmi má finna á fésbókargrúppu Femínistafélags Íslands frá 20. júlí 2010. Þar póstar félagið frétt af Eyjunni sem fjallar um bloggfærslu Séra Bjarna Karlssonar þar sem hann segist vilja berja  Brynjar Níelsson Hæstaréttarlögmann og formann Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa skoðanir sem eru honum ekki þóknanlegar. þetta virðist falla hreint ágætlega í kramið hjá forréttindafemínistunum.

Skjáskot af fésbókargrúppu femínistaÞað er eins gott að passa sig hvað maður segir og jafnvel laga til í skoðunum sínum ef maður vill ekki verða barinn af forréttindafemínistum eða meðreiðarsveinum þeirra.

SJ

,

Lokað er á athugasemdir.