Bloggið vill senda Halli Reynissyni hugheilar baráttukveðjur í tilefni þess að hann bjó yfir hugrekki i til að standa gegn „jákvæðri“ mismunun í dag.
Það gerði hann með hreint frábærlega formaðri kæru til Kærunefndar Jafnréttismála vegna þess að nokkur fyrirtæki ákváðu að mismuna karlmönnum með því að veita konum 10% afslátt af vörum sínum og þjónustu tímabundið, til þess að vekja athygli á kynbundnum launamun. Launamun sem margir efast um að innistæða sé fyrir, a.m.k. í þeim mæli sem femínistar vilja margir halda fram, eins og fram kemur í kæru Halls sem hægt er að nálgast hér.
Ég keypti slatta af kvennakrónunni svokölluðu fyrir þónokkru síðan. Femínistinn sem seldi mér þær rukkaði mig kinnroðalaust rétt um þriðjungi meira en hann hefði gert ef ég hefði verið kona. Það var jafn skýrt brot á jafnréttislögum og það sem kært er nú en þótti bara svaka fínt í femínískum kreðsum.
Megi Hallur verða öðrum jafnréttissinnuðum karlmönnum hvatning til aðgerða í framtíðinni. Af nógu verður að taka með þessu áframhaldi.
SJ
21.9.2011 kl. 22:42
Ég þakka fyrir fallegan pistil, góðar viðtökur og hvatningu.
Virðingarfyllst
-Hallur Reynisson
21.9.2011 kl. 23:30
Respect!
22.9.2011 kl. 10:42
Þú segir allt sem þarf Hallur. Maður berst ekki gegn misrétti með annarskonar misrétti. Tek ofan fyrir þér að hafa þorað að kæra vinnuveitanda þinn.
22.9.2011 kl. 10:52
.. og ég lofa að hætta að versla í Hagkaup ef þú verður rekinn 😉
22.9.2011 kl. 13:13
Frábært framtak! Hafðu þökk fyrir að stökkva inn á rétthugsunarjarðsprengjusvæðið, Hallur. Réttlætið og skynsemin eru þín megin. Þetta er svo klappað og klárt lögbrot að það hálfa væri nóg. Mætti t.d. gera hið sama út frá þjóðerni? Trúarbrögðum?
Ps. ætli karlmenn fái einhvern tíma 10% afslátt af heilbrigðisþjónustu út af kynbundnum dauðamun? Þó ekki væri nema bara í tengslum við vinnuslys… 🙂
22.9.2011 kl. 14:35
Þetta er góður punktur hjá þér Eyjólfur. Í Svíþjóð kom fram femínískt framboð fyrir ekki löngu sem lagði til hærri skattlagningu á karlmenn en konur.
Mörgum finnst þessi afsláttur nú kannski léttvægur en ég er viss um að svíar sáu ýmislegt léttvægara en karlaskattinn sem ruddi jarðveginn fyrir jafn fáranlega hugmynd og hann var. Því skiptir máli að setja sig upp á móti „jákvæðri“ mismunun jafnskjótt og við verðum fyrir henni.
Svo finnst mér athyglisvert að Jafnréttisstofa skuli nú fyrst láta heyra í sér þegar Hallur hefur gert það að verkum að þetta mál kemst í hámæli. Af hverju brást Jafnréttisstofa ekki við fyrr og af eigin frumkvæði? Hefði hún verið jafn sein til ef nokkur fyirirtæki hefðu boðið körlum afslátt, t.d. af því að þeir eru mikill meirihluti atvinnulausra? Eitthvað fær mig til að efast um það.
22.9.2011 kl. 15:52
Ég hugsaði einmitt það sama þegar ég hlustaði á jafnréttisstýruna í útvarpinu í hádeginu. Mín ágiskun er að Jafnréttisstofa hefði bara ekki gert rassgat ef Hallur og aðrir hefðu haldið sér saman.
22.9.2011 kl. 17:00
Klukkan að nálgast fimm … þá á Hallur að mæta til vinnu sá ég einhversstaðar. Ég vona að við fáum ekki fréttir af starfsmissi :S
23.9.2011 kl. 12:28
Það er aðeins einn tæknilegur galli á kærunni.
Ég kærði á sínum tíma Athafnalán Kvenna sem SPRON bauð upp á og voru ódýrari en karlmenn gátu fengið. Ég var ekki umsækjandi um lán heldur blöskraði mér bara að körlum væri mismunað með þessum hætti. Þar sem ég hafði ekki sótt um lánið áleit Kærunefnd Jafnréttismála svo að ég væri ekki aðili að málinu og vísaði málinu frá vegna aðildarskorts. (sem segir náttúrulega allt sem þarf um þá nefnd).
Ég efast svosem um að þessu máli verði vísað frá þar sem það er komið í hámæli en það hefði styrkt kæru Halls að hafa keypt eitthvað og þannig kvartað yfir mismunun gegn sér.
23.9.2011 kl. 15:42
Hallur er ekki að kvarta undan því að hafa ekki fengið afslátt sjálfur heldur að honum hafi verið gert að mismuna fólki vegna kyns sem starfsmaður fyrirtækis. Hann er því beinn aðili að málinu.
23.9.2011 kl. 15:54
Já já og með réttu gerir hann það. Ég vona bara að þarna leynist ekki glufa fyrir kærunefndina að vísa málinu frá, er ekki viss um að lögin taki á því að einhverjum sé gert að mismuna fólki en það má þó vera.
Ég vona allavega að málið fái efnislega meðferð og að þetta verði dæmt ólöglegt.