„Ég er meiri femínisti en þú!“

27.8.2011

Blogg

Björk Eiðsdóttir skrifar áhugaverða grein í Fréttablaðið þann 25. ágúst undir yfirskriftinni „Ég er meiri femínisti en þú!“ sem hlýtur að teljast kærkomið innlegg í annars súra jafnréttisumræðu. Í greininni veitir hún lesendum innsýn í þann veruleika sem konur á íslandi búa við, einkum þó blaðakonur, sem þurfa að starfa undir vökulu auga forréttindafemínista sem fylgja þeim eftir hvert skref og bíða færis að fordæma þær fyrir að vera ekki nógu miklir femínistar.

Hér kallast á tveir heimar sem oft er ætlað að eiga meira sameiginlegt en þeir í raun eiga. Annarsvegar eru það jafnréttisfemínistar, eins og Björk virðist vera, og hinsvegar eitilharðir forréttindafemínistar sem ganga fram af hreinni ofsatrú á ágæti eigin skoðana. Þessi ofsatrú leiðir svo til þess að allt fólk sem ekki er á bandi forréttindafemínista er í þeirra augum heimskt, gamaldags og/eða hreinilega illt eða allt af þessu.

Ef ég les rétt úr skrifum Bjarkar þá er hún fulltrúi langstærsta hóps femínista. Ég trúi því nefninlega staðfastlega að jafnréttisfemínistar séu margfallt fleiri en forréttindafemínistar þó því virðist stundum öfugt farið af umræðunni að dæma.

Ég mæli eindregið með greininni og vona að sá dagur farið að nálgast að fleiri jafnréttisfemínistar taki þátt í umræðunni.

SJ

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: