Karlmenn eru skepnur

30.8.2011

Blogg, Tilvitnanir

„Män är djur“ (Á íslensku: Karlmenn eru skepnur)

Ireen von Wachenfeldt, formaður sænska kvennaathvarfsins (ROKS) í heimildamyndinni Könskriget „Gender war“

10 athugasemdir á “Karlmenn eru skepnur”

  1. Kristinn Says:

    Er þetta ekki eldgamalt mál? Mér sýnist það vera frá 2005 og mér skilst að bæði hafi þessi erfiða kona sagt af sér sem formaður ROKS og eitthvað af kvennathvörfum sagt sig úr félaginu til að mótmæla ofstækinu.

    Þær kunna sig margar, þessar elskur, taka ekki allar þátt í hatri og subbuskap.

    Umfjöllun hér: http://www.alternet.org/story/24655/

    Áhugavert mál. Magnað að ROKS hafi notast við texta úr SCUM manifestóinu.

    En já, karlmenn eru sem sagt dýr. Þâ hljótum við nú samt að vera ágæt dýr, svona eins og mörgæsir, það eru skemmtileg kvikindi!

  2. Sigurður Jónsson Says:

    Jú það passar. Þetta er frá þessum tíma og jú, ummælin leiddu til þess að hún sagði af sér. Ásamt reyndar því að einir tveir kynjafræðiprófessorar fengu á baukinn. Önnur þeirra, Eva Lundgren, er bara tiltölulega nýbúin að segja stöðu sinni lausri hjá Háskólanum í Uppsölum, að miklu leyti vegna heimildarmyndarinnar sem þessi ummæli voru tekin úr.

    Hatrið hrjáir auðvitað fæsta femínista en skortur á sjálfsgagnrýni femínista mun ganga af hreyfingunni dauðri ef ekkert breytist.

    Sori Manifestó kom út í íslenskri þýðingu Nýhils árið 2007. Ritið var auglýst á póstlista Femínistafélags Íslands án þess að nokkur þar hefði á því orð að það væri hugsanlega eitthvað bogið við að hefja þetta rit upp til vegs og virðingar. Hróðug vitnaði þýðandinn til texta í bókinni sem lýsti mikilli karlfyrirlitningu. Það finnst mér dæmi um skort á sjálfsgagnrýni hreyfingarinnar.

    Einhver forréttindafemínistinn sagði að við værum svín. Mig minnir að það sé tilvintun í hana hér líka.

  3. Kristinn Says:

    Nafni þinn Harðarson er ofsalega hrifinn af Sora Manifestó: http://www.andspyrna.org/umfjollun.php?grein=58

    Það er mjög áhugavert í þessum heimi feminískrar viðkvæmni (fárið yfir ummælum Tobbu og Ellýjar gott dæmi), að svona rit þyki eiga heima í bókahillunni. Er hægt að vera í senn annarsvegar með ruddalega róttæka heimspeki sem virðir ekkert, og hinsvegar krefjast þess að samfélagið leggi sig í lima við að eltast við viðkæmni femínista fyrir t.d. alhæfingum um áhugasvið kvenna?

    Eða er jafnréttisbaráttan í dag í raun ekkert femínismi?

    • Gunnar Says:

      Tobba og Ellý eru náttúrulega hættulegar, það liggur í augum uppi. Annað en segja má um Kristínu Svövu Tómasdóttur þegar hún auglýsti bókina á póstlistanum með þessum orðum:

      “Mig langaði til að vekja athygli allra femínista á útgáfu Nýhils á verki herskáa ofurtöffarans Valerie Solanas, SCUM Manifesto, eða Sori: manifestó eins og það kallast í íslenskri þýðingu. Bókin er nýkomin í búðir og kostar bara 800kall. Fyrir þá sem ekki þekkja til er þetta kynngimagnaður reiðilestur Solanas yfir mannkyninu, þó einkum karlkyninu, sem hún vill útrýma: “Að kalla karlmanninn skepnu er oflof; hann er vél, gangandi dildó.” er aðeins ein af mörgum stórfenglegum línum bókarinnar”

      https://forrettindafeminismi.wordpress.com/2009/09/01/sori-valerie-solanas/

    • Sigurður Jónsson Says:

      Þú veltir upp mjög eðlilegri spurningu. Tvöfallt siðgæði virðist vera mjög einkennandi fyrir forréttindafemínista. Það nægir að rétt gægjast inn baksviðs til að sjá það og þetta er einmitt ágætt dæmi um það. Mér finnst jafnréttisbaráttan í dag miklu fremur vera valda- og forréttindabarátta heldur en nokkurntíman jafnréttisbarátta.

      Hvað varðar „leiðréttingu“ kvennaathvarfsins þá gef ég nú lítið fyrir það og finnst það kannski vekja upp spurningar um íslensku samtkökin um kvennaathvarf að þau skuli taka upp hanskan fyrir þau sænsku. Eftir að þátturinn var sýndur í sænska ríkissjónvarpinu réðust sænsk yfirvöld í naflaskoðun sem leiddi til þess að áhrif ROKS voru minnkuð til muna ásamt fjárframlögum til þeirra.

      Ef ég man rétt þá sagði Irene orðrétt: „Já mér finnst karlmenn vera dýr, finnst þér það ekki?“ Ég sé ekki hverju mætti bæta fyrir framan eða aftan sem breytti því að þetta var jú hennar meining. Þar fyrir utan finnst mér tilvitnuð ummæli nú eitt það mildasta í þeirri gagnrýni sem sett var fram á samtökin í þessari heimildarmynd.

  4. Kristinn Says:

    Samkvæmt sænsku wikipedia kom höfundur myndarinnar Könskriget fram í sjónvarpsþætti og sannaði að ummæli Wachenfeldt voru ekki tekin úr samhengi.

    Engin leiðrétting þá nauðsynleg..?

    http://sv.wikipedia.org/wiki/K%C3%B6nskriget#Reportagen

  5. Sigurður Jónsson Says:

    Hér er þetta á filmu með íslenskum texta. Dæmi nú hver fyrir sig:

    • Kristinn Says:

      Það er eins og það sé klippt á 4. sekúndu.

      En hvað sem því líður er þessi kona kolvitlaus. Það sér maður vel þegar horft er á myndina í heild.

%d bloggurum líkar þetta: