Femínismi fyrir byrjendur?

21.8.2011

Blogg

Eftirfarandi tilvitnun er tekin úr einskonar kennsluleiðbeiningum fyrir barnaskólakennara sem gefin var út í Bandaríkjunum árið 1999 af kynjafræðingum við Háskólann í Wellesley, Massachusetts. Þetta fannst þeim góð hugmynd til að vekja börn á aldrinum 12 – 17 ára til meðvitundar um kynbundið ofbeldi:

„Ask the students to close their eyes … Once they’ve closed their eyes, say ‘Imagine that the woman you care about the most (your mother, sister, daughter, girlfriend) is being raped, battered or sexually abused … give them at least 30 seconds to think about the scenario before asking them to open their eyes“

Nan Stein & Dominic Cappello, Gender violence/Gender justice: An Interdisciplinary Teaching Guide for Teachers of English, Literature, Scocial Studies, Psychology, Health, Peer Counseling, and Family and Consumer Science. Wellesley College Center for Research on Women, 1999.

SJ

, ,

4 athugasemdir á “Femínismi fyrir byrjendur?”

  1. Gunnar Says:

    Þetta er náttúrulega bara ofbeldi útaf fyrir sig. Ég skora á alla sem eiga börn að loka augunum og ímynda sér kennara að leiða börnin þeirra í gegnum þetta.

    Það sem fólki dettur í hug.

  2. Kristinn Says:

    Off topic (að hluta)

    Málinu gegn DSK vísað frá: http://www.vb.is/frett/65505/

    Ekkert nýtt kom fram. Telst hann þá saklaus? Eða talar maður um eitthvað annað?

    Eftir að hafa lesið um málið þykir mér persónulega líklegast að hann sé sekur, en konan bara ekki nógu hvítþvegin til að þola að vera skoðuð af dýrum lögfræðingum. Gæti t.d. bara hafa í einlægni verið að velta fyrir sér bótum þegar hún ræddi í síma um að græða á málinu.

    Úti er talað um að enginn hafi komið vel út úr þessu.

    En verður maður ekki að treysta réttarkerfinu? Karlinn er saklaus?

    • Gunnar Says:

      Þetta kemur mér ekki á óvart. Ólíkt þér þá fannst mér málflutningur þernunnar ekki sannfærandi. Hún og lögmenn hennar reyndu augljóslega allt hvað þau gátu til að gera þetta að baráttu allra kvenna gegn þessum manni og framkoma hennar var augljóslega skipulögð af fagfólki.

      Annars hef ég náttúrulega bara ekki hugmynd um það sem gerðist í þessu herbergi. Ekki frekar en nokkur nema þau tvö. Mörgum virðist hafa fundist það vera sönnun fyrir sekt að sæði DSK hafi fundist en það er ekki hægt að fullyrða að það sem fram fór hafi verið gegn vilja hennar.

      Við erum komin út á hála braut ef breyta á grundvallarreglum réttarríkisins og ganga út frá sekt fyrirfram. Í skilningi réttarkerfisins er maðurinn saklaus og skoðun mín eða þín skiptir þar engu máli. Ef hann er það ekki í raun þá er niðurstaðan náttúrulega sorgleg fyrir konuna.

      Það er ágætlega lýsandi kannski að segja að enginn hafi komið vel út úr þessu. Vestrænt réttarkerfi er „skásti“ kosturinn sem við höfum til að ná fram réttlæti. Alls ekki óskeikult frekar en nokkuð annað kerfi sem gæti komið í staðin. Eða hvað?

    • Gunnar Says:

      Femínistafélagið er með þessa tilvitnun á fésbókarsíðu sinni:

      ‎“This is an absolutely classic outcome, signalling not the vindication of the defendant but the prosecution’s judgement that the accuser would not make a good witness. „Dismissal does not mean he is innocent, simply that the district attorney doesn’t believe the case can go to trial,“ observed a French lawyer, Pierre Hourcade.“

      Eitthvað segir mér að það leiki ekki mikill vafi á sekt mannsins þar á bæ.

%d bloggurum líkar þetta: