Ég hef lengi haldið því fram að sá þjóðfélagshópur sem haldinn er hvað mestri kvenfyrirlitningu séu forréttindafemínistar. Leggji maður aðeins við hlustir þegar forréttindafemínistar tala um konur þá blasir þetta við.
Gott dæmi um þetta er bréf Maríu Lilju Þrastardóttur til Skjás Eins en hún fylltist að eigin sögn vonleysi yfir sjónvarpsdagskrá stöðvarinnar eftir að tilkynnt var um nýjan sjónvarpsþátt fyrir konur í umsjá þeirra Tobbu Marinós og Ellý Ármanns sem sýna á í vetur. Full vonleysis sendi Lilja stöðinni starfsumsókn og bauð, með vísan til jafnræðissjónarmiða, fram krafta sína til að búa til „rétt“ sjónvarpsefni fyrir konur.
Lilju þótti, af einhverjum ástæðum, tilefni til að senda afrit af þessari starfsumsókn til DV, sjá hér. Sennilega vegna þess að henni fannst hún svo vel orðuð. Ég hnaut um þessa setningu:
„Hugmynd mín er hvorutveggja einföld og fersk, en það er afþreyingarþáttur fyrir konur sem fíla ekki andfemínískt tal um varalituð viskustykki“
Ég er ekki alveg nógu vel að mér í orðfæri ungra og róttækra forréttindafemínista til að geta vitað nákvæmlega hverskonar konur teljast vera „varalituð viskustykki“ en ég tel mig þó geta fullyrt að það hljóti að vera konur sem ekki hafa lært að vera „réttar“ konur innan vébanda forréttindafemínista.
Er móðir þín, systir, dóttir, vinkona eða eiginkona varalitað viskustykki?
SJ
18.8.2011 kl. 12:35
Sæll gamli
Hér held ég að þurfi aðeins að leiðrétta.
“Varalitað viskustykki” er vísun í orðalag sem Tobba Marínós mun jafnvel hafa sett á kortið: http://www.dv.is/blogg/verold-tobbu/2011/1/19/mega-feministar-mala-sig/
Verið er að vísa til þriðju kynslóðar femínista (lipstick feminism: http://en.wikipedia.org/wiki/Lipstick_feminism) og ekki endilega með niðrandi hætti – því það eru átök um þessi mál innan femínismans. Sjá mjög illa prófarkalesna BA ritgerð á skemman.is: http://skemman.is/stream/get/1946/8085/21138/1/Ba_lokaloka.pdf
Orðalag Maríu Lilju er engu að síður mjög torkennilegt. Hugsanlega á hún við að það sé hægt að fjalla um konur af þriðju kynslóð femínismans sem ekkert hafa á móti varalit, án þess að það verði andfeminísk froða.
Eitthvað í þeim dúr. Um að gera að senda Maríu Lilju fyrirspurn.
mbk,
18.8.2011 kl. 14:12
Leiðréttingar:
„Kynslóð“ hefði átt að vera eitthvað eins og „bylgja“ og þriðja bylgjan er vitaskuld ekki öll kölluð „lipstick feminism“, heldur aðeins hluti af henni.
En þetta er áhugaverður árekstur innan femínismans og María Lilja virðist vissulega vera að hafna því að Tobba sé femínisti, hennar „lipstick femínismi“ er greinilega andfemínismi – ef ég skil þetta rétt.
18.8.2011 kl. 21:33
Rétt hjá þér Kristinn. Ég hafði ekkert annað til að meta málið en greinina eins og hún birtist í DV en þar kemur þetta út eins og hún sé að kalla konur „af lakara taginu“ Varalituð viskustykki. Ummælin beinast þó vissulega að öðrum konum og gagnrýnin gæti þannig staðið sem slík. Takk fyrir ábendinguna.
Það er áhugavert að lesa um árekstra ólíkra afbrigða femínisma. Þá einkum efni frá Bandaríkjunum þar sem afbrigðin eru fleiri og meira áberandi, t.d. svartir femínistar en „classismi“ hefur sett svip sinn á þróun mála þar í landi í meira mæli en nokkurntíman hérlendis. T.a.m. áttu svartir femínistar alltaf erfitt með afneitun hvítra og yfirstéttarfemínista á tilurð falskra ásakana um kynferðisofbeldi þar sem svarti maðurinn var útsettari fyrir slíkum ásökunum en hvítir svona svo dæmi sé tekið.
SJ
19.8.2011 kl. 15:24
Ég hjó einmitt sjálfur eftir þessu þegar ég las þetta á DV. Fannst þetta ósmekklegt.
19.8.2011 kl. 16:12
Vísan til jafnræðissjónarmiða? Eiga femínistar nú „rétt“ á að stjórna dagsrká einkarekinna sjónvarpssstöðva?