Kynungabók: Hin kynbundna þversögn í heilsufari

6.8.2011

Blogg

Þegar velmegun þjóða er skoðuð er gjarnan horft til meðalævilengdar sem helstu vísbendingar um lífsgæði. Meðalævilengd hlýtur og enda að endurspegla þá undirliggjandi þætti sem leiða til annaðhvort langlífis eða skammlífis þjóða.

Ég hef það fyrir satt að þessi staðreynd fari í taugarnar á forréttindafemínistum þar sem konur eru víðast hvar langlífari en karlar. En það ætti, samkvæmt klassískri túlkun, að segja okkur að konur hafi það ekki svo skítt eftir allt saman.

Kynungabók er augljóslega ætlað að sauma fram hjá þessari misfellu og innræta 15 – 25 ára ungmennum skoðanir sem eru forréttindafemínistum þóknanlegar í þessu sambandi. Á bls. 28 er þessari óheppilegu staðreynd svarað með eftirfarandi hætti:

„Þó að konur á Íslandi lifi að öllu jöfnu lengur en karlar eru vísbendingar um að heilsa þeirra sé að sumu leyti verri en karla. Konur fá frekar ýmsa sjálfsofnæmissjúkdóma, gigt og langvinna sjúkdóma svo sem beinþynningu. Þær nota heilbrigðisþjónustuna í meiri mæli en karlar, eru sendar í fleiri rannsóknir, fá oftar sjúkdómsgreiningu og fá oftar ávísun á lyf. Þessi staðreynd er stundum kölluð hin kynjabundna þversögn í heilsufari. Munurinn fer þó sífellt minnkandi með hækkandi aldri“

Já krakkar mínir, langlífi kvenna táknar ekkert nema hugsanlega samsæri æðri máttarvalda til viðhalda sem lengst þeirri ömurð sem felst í því að vera kona.

SJ

,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: