Vissir þú? #4

1.8.2011

Blogg, Hugvekjur

, , ,

3 athugasemdir á “Vissir þú? #4”

  1. Kristinn Says:

    Söguleg skuld er áhugaverð hugmynd. Hana má heimfæra á svo margt.

    T.d. væri áhugavert að taka saman sögulega skuld hávaxinna við lágvaxna, eða grannra við feita. Skorður sem samfélagið setur misháu eða misfeitu fólki eru jú að stórum hluta menningarlegar og því má etv. segja að hæð eða fita séu menningarleg afleiðing, en menningin ekki afleiðing af hæð og fitu.

    Í ljósi þess að NBA deildin er undirlögð hávöxnu fólki legg ég til að settur verði hæðarkvóti á deildina og félögunum gert skylt að fylla liðin af lágvöxnu fólki – sem helst kann ekkert að handleika körfubolta, því slíkir hæfileikar eru líka menningarleg hugmynd sem mismunar fólki að óþörfu. Til að jafna þá sögulegu skuld skulum við skylda félögin til að notast rúmlega jafnt við hávaxna sem lágvaxna og notast við góða leikmenn jafnt á við vonda.

    Auk þess þarf vitaskuld að „deconstructa“ NBA deildina og spyrja sig hvort að boltar, völlur, körfur og leikmenn séu yfir höfðu nauðsynlegir þættir í körfubolta.

    Nei, auðvitað er þetta absúrd „slippery slope“ bull hjá mér hér að ofan. En það er engu að síður áhugavert að skoða hugmyndir á borð við þá að kynin séu menningarleg hugtök, en ekki veruleikinn eins og við upplifum hann, eða að kynin séu afleiðing menningar, og menningin ekki að hluta afleiðing þess að kynin eru ólík.

    Hvar á svona viðsnúningur að enda? Hann getur varla átt við femínisma eingöngu ef hann á rétt á sér. Hann hlýtur þá að vera almenn regla, en ekki afmörkuð regla sem bara á við þegar hún hentar kvenréttindabaráttunni.

    Er greind dæmi um menningarlegt mismununartæki? Er þá um sögulega skuld hjá greindum að ræða við þá sem mælast minna „greindir“? En fólk sem er greint og djarft og hefur í gegnum tíðina hagnast og öðlast völd? Hver er söguleg skuld greindra og djarfra við heimskar bleyður – nú eða við meðalfólkið?

    Menningarleg mismunun er veruleiki sem við búum við hvað ótalmarga þætti snertir. Er öll slík mismunun fölsk og röng og hreinlega búin til af einhverjum frummönnum? Þarf að leiðrétta þá sögulegu skuld? Ef ekki, af hverju ekki?

    Vonandi verður Bill Gates gert að greiða mér fullt af peningum fyrir að vera klárari en ég. Það að hans hæfileikar eru gagnlegir og hafa gert hann ríkan, er argasta óréttlæti fyrir mig sem er undirokaður í samfélagi sem metur ekki hæfileika mína til jafns við hans. Microsoft ætti að minnsta kosti að vera gert að ráða mig í vinnu, þar sem það er ósanngjarnt að gefa sér að ég nýtist ekki betur fyrir fyrirtækið en Steve Balmer gerir.

    Ég legg auk þess til að mínar hugmyndir um hvenær sanngirni er náð verði að pólitískri rétthugsun og að túlkunum mínum á tölfræði af ýmsu tagi verði hvergi mótmælt öðruvísi en að um ósmekklega greindarrembu þyki vera að ræða.

    🙂

  2. Gunnar Says:

    Vel mælt.

    Kannski snýst barátta femínista bara um að draga einhver einkenni út fyrir sviga, kalla þau sérkenni og krefjast þess að einhver eða eitthvað annað geri breytingar sem henti femínistum.

    Ef það væri raunsönn lýsing og aðrir hópar upplifi ýmiskonar „misrétti“ í lífinu þá væri sannarlega um forréttindabaráttu að ræða ekki satt?

  3. Páll Says:

    Áhugavert. Femínistar þverneita alltaf fyrir að vera í krossferð gegn körlum. Þetta sýnir að þær eru einmitt í krossferð gegn körlum. Karlar í dag eiga að gjalda fyrir misrétti gærdagsins. Þetta er náttúrulega ekki bara „einhver femínisti“ sem lætur þessi ummæli falla. Þetta er úr ályktun Kvenréttindafélags Íslands sem er held ég elsta kvenfélag landsins. Það er þá staðfest.

%d bloggurum líkar þetta: