Femínistar vilja þagga niður í framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins

28.5.2011

Blogg

Ég rakst nýlega á áhugaverð ummæli sem Margrét nokkur Pétursdóttir lét fylgja með tilvísun í fréttatíma Ríkisútvarpsins á vegg fésbókargrúppu Femínistafélags Íslands. Þau voru svohljóðandi:

Margrét Pétursdóttir tjáir sig um ummæli formanns StarfsgreinasambandsinsÞarna er Margrét að vísa í fréttatíma frá því 22. Mars en þar er talað við Skúla Thoroddsen, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambands Íslands. Femínistanum finnst greinilega að ummælin eigi engan rétt á sér og að þeim verði að svara úr herbúðum Femínistafélags Íslands.

En hver er glæpur Skúla? Jú, Skúli bendir á þá augljósu staðreynd að atvinnuleysi meðal karla er miklu mun meira en það er á meðal kvenna og því sé ekkert óeðlilegt við það að stuðlað sé að uppbyggingu í greinum sem karlmenn starfa almennt meira við en konur. Sum ykkar muna kannski eftir því en á þessum tíma var mikil umræða í samfélaginu um að ríkisstjórnin þyrfti að bregðast við atvinnuleysi meðal kvenna þrátt fyrir að það væri miklu minna en meðal karla.

Svo því sé haldið til haga fer hér orðrétt allt það sem Skúli sagði í fréttinni:

„Ef við tökum stærsta stéttarfélag innan starfsgreinasambandsins, Eflingu Stéttarfélag í Reykjavík, þá er atvinnuleysi meðal félagsmanna Eflingar í dag 2.667 einstaklingar án atvinnu. Þar af eru karlar 66%. Auðvitað höfum við miklar áhyggjur af þessu miklu meira atvinnuleysi meðal karla heldur en kvenna í okkar félögum“

Ummæli Skúla sýna að hann vinnur vinnuna sína og kynnir sér staðreyndir í stað þess að gera það sem forréttindafemínistar gera svo gjarnan; að enduróma gagnrýnilaust því sem þær heyra frá stallsystrum sínum.

Sannkölluð ömurð finnst ykkur ekki?

SJ

,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: