Kynungabók: Um fyrirvinnur heimila

21.5.2011

Blogg

Í Kynungabók er m.a. fjallað um vinnumarkað og framfærslu. Þar mata höfundar íslensk ungmenni á ranghumyndum um fyrirvinnur heimila. Orðrétt segir á bls. 19:

„Hugtakið fyrirvinna er í raun úrelt í íslensku nútímasamfélagi þrátt fyrir að það sé enn notað. Það felur í sér að tekjur eins fjölskyldumeðlims sjái fyrir fjölskyldunni. Einstæðar mæður eru stærsti hópur þeirra sem vinna fyrir heimilinu. Þær eru margfalt fleiri en einstæðir feður og jafnframt fleiri en þeir karlar sem sjá einir fyrir fjölskyldum sínum. Er því ekki óraunhæft að tengja hugtakið við karla eingöngu?“

Þetta er áhugavert í ljósi fyrirliggjandi staðreynda sem sýna fram á allt annað.

Sé litið til talna um meðlagsgreiðendur frá Innheimtustofnu Sveitarfélaga frá 2010 sést að 10.891 karl greiðir meðlag með 18.753 börnum. Einfalt meðlag er kr. 21.657,- þannig að meðalfjárhæð meðlagsgreiðslna þessara tæplega 11.000 karlmanna nemur kr. 37.290,- á mánuði.

Hafa ber í huga að í þessum tölum er ekki reiknað með auknu meðlagi en dæmi eru um að hér á landi hafi karlmenn verði dæmdir til að greiða fjórfalt meðlag. Karlmaður sem svo er ástatt fyrir þarf því að greiða kr. 86.828,- með einu barni inn á heimili barnsmóður sinnar þar sem jafnvel eru tveir framfleytendur fyrir (konan og maki hennar).

Karlmaður þarf ekki að hafa nema rétt um kr. 300.000,- í mánaðarlaun til að geta verið dæmdur til greiðslu tvöfalds meðlags svo það er líklega ekki of geyst farið að áætla að meðlagsgreiðendur greiði að meðaltali eitt og hálft meðlag með hverju barni. Sé það rétt nema meðalgreiðslur þessara karla rétt tæplega kr. 56.000,- á mann.

Hversvegna ætli 5 sprenglærðir forréttindafemínístar sem rituðu Kynungabók í þeim tilgangi að fræða 15 – 25 ára ungmenni um „stöðu mála“ hafi hafi kosið að skauta svo fimlega framhjá þeirri staðreynd að tæplega 11.000 karlmenn greiða upphæð sem bætir rúmlega 30% ofan á lágmarkslaun, inn á heimili kvenna sem þó hafa jafnvel tvo framfleytendur?

Ætli þessar þúsundir meðlagsgreiðenda viti að verið sé að kenna börnum þeirra, í grunn- og framhaldsskólum, að meðlag þeirra sé ekki talið til framfærslu heldur sé móðirin eini framfleytandinn?

SJ

, , ,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: