Flökkusagan um tilurð þumalputtareglunnar er nokkuð sem forréttindafemínistar um allan heim hafa lengi notað til að ala á karlfyrirlitningu.
Þetta gera þær með því að segja okkur að uppruna hugtaksins megi rekja til breskra laga sem heimilaði karli að berja konu sína með priki svo fremi að það væri ekki þykkara en þumall hans.
Katrín Anna Guðmundsdóttir er fyrrverandi talskona Femínistafélags Íslands og heldur úti bloggi undir yfirskriftinni „Hugsaðu… svo lífið verði ekki súrt“. Sem slíkri hefur henni sjálfsagt fundist sér renna blóðið til skyldunnar þegar hún bloggar um þumalputtaregluna:
„Vissir þú að þumalputtareglan á uppruna sinn að rekja til laga sem heimiluðu karlmanni að berja eiginkonu sína með priki sem var eigi sverara en þumalputti hans?“
Það er aðeins eitt pínulítið vandamál við þennan málflutning Katrínar Önnu; þetta er einfaldlega ekki satt.
Þannig er nefnilega mál með vexti að ekki finnst stafkrókur um þessa lagagrein í neinum lögum, sem eðli málsins samkvæmt, eru jafnan vel skráð og varðveitt. Þá er vert að benda á að þegar Katrín samdi ofangreinda færslu hafði þessi flökkusaga verið hrakin í lærðum greinum í ritum á borð við Journal og Legal Eductaion auk þess sem einföld uppfletting í Oxford orðabókinni hefðu leitt Katrínu fyrir sjónir alls um tuttugu tilvísanir í uppruna orðatiltækisins en en enga sem studdi þessar fullyrðingar hennar.
Hugsum aðeins um þetta.
SJ
12.5.2011
Blogg