Ríkisstofnun um réttar karlmennskuhugmyndir

9.5.2011

Blogg

Eitt af megineinkennum forréttindafemínisma er það hugmyndafræðilega yfirlæti sem stefnan og fylgjendur hennar einkennast af. Ein birtingarmynd þess er sú að forréttindafemínistar álíta sig hafa ósnertanlegt umboð til að ákveða, fyrir bæði karla og konur, hvaða skoðanir megi hafa og hverjar ekki. Þá finnst forréttindafemínistum sjálfsagt að skattfé almennings sé í stórum stíl varið í að innræta þessum sama almenning „réttar“ femínískar skoðanir.

Þetta kemur ágætlega fram í viðtali sem Kristín Ástgeirsdóttir veitti Fréttablaðinu skömmu eftir að hún tók við stjórn Jafnréttisstofu. Í viðtalinu ræðir hún um hlutverk Jafnréttisstofu og segir m.a:

„Þá er einnig brýnt að auka rannsóknir til að bæta þekkingargrunninn og einnig þarf að draga karlmenn meira inn í umræðuna, vinna að breyttum hugmyndum um karlmennsku og styrkja konur“

Ef þú hafðir áhyggjur af því að í hausnum þínum væru að mótast rangar eða óæskilegar hugmyndir um karlmennsku þá staðfesta þessi ummæli Kristínar að íslenska ríkið heldur úti stofnun til að leiðrétta hugmyndir þínar ef þú skyldir óvart villast af leið.

Okkur er öllum borgið.

SJ

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: