Verkefnisstjórn um kynjaða fjárlagagerð

13.4.2011

Blogg

Í gær skrifaði ég um Verkefnisstjórn um kynjaða fjárlagagerð. Þar lagði ég út frá þeirri staðreynd að þvert á kröfur forréttindafemínista um kynjakvóta í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum ríkisins þá sofa þær alveg rólegar yfir því að vera sjálfar að brjóta ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Það er nefninlega þannig að hlutfall karla í Verkefnisstjórn um kynjaða fjárlagagerð er ekki nema 16% í stað 40% eins og lögin kveða á um. Lög sem þær börðust sjálfar fyrir að yrðu sett.

Þar sem ég er sérstakur áhugamaður um tvöfallt siðgægði forréttindafemínista ákvað ég að gera smá athugun. Það er þannig að konur sem starfa í jafnréttisiðnaði eru ekki svo margar. Það er gjarnan svo að sömu konur sitja í mörgum nefndum, ráðum og hópum þvers og kruss um gervallan vígvöllinn. Ég hugsaði því með mér að það væri ekki ólíklegt að einhver þeirra sem sæti eiga í Verkefnisstjórn um kynjaða fjárlagagerð hefði komið að samningu laga um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna (Jafnréttislög 2008) í gegnum hina fjölmörgu umsagnaraðila úr röðum forréttindafemínista.

Og viti menn, Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur stjórnarráðsins í jafnréttismálum var einmitt formaður Jafnréttisráðs á árunum 2007 og 8. Sem slík undirritar hún umsögn ráðsins um lagafrumvarpið. Í umsögn hennar segir:

„Í ráðinu kom fram sú skoðun að á meðan ánægja væri með að hlutur hvors kyns í nefndum og ráðum hins opinbera skuli eigi vera minni en 40%, sbr 15. gr., þá bæri að lýsa því að jafnréttislög gerðu einnig kröfur til stjórna lífeyrissjóða, stéttarfélaga og fyrirtækja um aukinn hlut kvenna, sbr. einnig 18 gr.“

Þá víkur sögunni að formanni nefndarinnar, Halldóru Friðjónsdóttur. Sem formaður Bandalags Háskólamanna (BHM) sendir hún og undirritar umsögn fyrir hönd BHM. Í henni segir Halldóra m.a:

„Lagt er til að gert verði að skyldu að tilnefna 2 aðila af sitt hvoru kyni í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga sem skipunaraðili hafi síðan vald til að velja svo að sem jafnast kynjahlutfall náist“

Þetta er merkilegt. Í tilvitnuðum orðum Hildar kemur skýrt fram að hún er fylgjandi kynjakvóta (40%) í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera. Ekki bara það, heldur vill hún gera stjórnum lífeyrissjóða, stéttarfélaga og fyrirtækja skylt að hafa sömu skoðanir á þessum málum og hún sjálf.

Halldóra er á sama máli. Ekki aðeins vill hún að ríki og sveitarfélögum verði gert skylt að jafna kynjahlutföll í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum þeirra heldur leggur til að að tilnefningaraðilum (sem geta verið ríki og sveitarfélögum óviðkomandi) verði gert skylt að tilnefnda bæði konu og karl.

Varla þarf svo að fjölyrða um afstöðu Katrínar Önnu Guðmundsdóttur, verkefnisstjóra og starfsmanns nefndarinnar. Sem talskona Femínistafélags Íslands lét hún ófá orð falla um gæði og gagnsemi kynjakvóta. 

Þrátt fyrir þetta finnst þeim stöllum greinlega ekkert tiltökumál að sitja í og veita formennsku, stjórn þar sem hlutfall karla er aðeins 16%.

Þetta er nú með skýrari dæmum af tvöföldu siðgæði sem ég hef séð lengi.

SJ


,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: