Kynjuð hagstjórn í höndum kvenna

12.4.2011

Blogg

Það er margt skrýtið í kýrhausnum eins og maður rekur sig ósjaldan á þegar kannaðir eru hinir ýmsu angar jafnréttisiðnaðarins. Eitt svona skrýtið dæmi rakst ég nýlega á þegar ég var að kynna mér kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð.

Þannig er að hjá Fjármálaráðuneytinu situr Verkefnisstjórn um kynjaða fjárlagagerð sem hefur það verkefni að vinna að samþættingu stefnu í jafnréttismálum og stefnu í efnahagsmálum. Á mannamáli; að finna leiðir til að gæta sérstaklega að hag kvenna við stjórn efnahagsmála þó svona stefnumótun ætti að sjálfsögðu að vera í þágu beggja kynja ef á annað borð á að skoða efnahagsstjórn í kynjuðu tilliti.

Verkefnisstjórnin er svona skipuð:

  • Halldóra Friðjónsdóttir – Formaður
  • Hildur Jónsdóttir
  • Hugrún R. Hjaltadóttir
  • Ingi Valur Jóhannsson
  • Hildur Fjóla Antonsdóttir
  • Katrín Anna Guðmundsdóttir – Verkefnissjtóri og starfsmaður nefndarinnar

Af sex stjórnar- og starfsmönnum Verkefnisstjórnarinnar um kynjaða fjárlagagerð eru fimm konur en aðeins einn karl. Svo því sé haldið til haga þýðir þetta að hlutfall karla við nefndina 16%

Í 15. grein laga um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla frá 2008 segir svo:

“Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta gildir einnig um stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að.
 
Þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal tilnefna bæði karl og konu. Tilnefningaraðila er heimilt að víkja frá skilyrði 1. málsl. þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess.
 
Skipunaraðila er heimilt að víkja frá ákvæði 1. mgr. ef undanþáguheimild 2. mgr. á við“

Allar þessar konur eru yfirlýstir femínistar og hafa sem slíkar barist fyrir, og tjáð sig um jafnréttismál á opinberum vettvangi. Þetta hafa þær gert á launum hjá hinu opinbera, hjá stéttarfélögum og launþegasamtökum og einnig fyrir hönd frjálsra félagasamtaka sem gefa sig út fyrir að vinna að jafnréttismálum.

Ást þeirra á jafnrétti er þó greinilega eitthvað minni á borði en í orði.

SJ

,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: