Kynferðisbrotamaður fær miskabætur

10.4.2011

Blogg

Sjáðu fyrir þér eftirfarandi atburðarrás:

  • Starfsmaður (A) á íslenskum spítala áreitir samstarfsmann (B) kynferðislega eftir vinnustaðargleðskap.
  • Starfsmaður B kvartar við yfirmann og kveðst ekki geta unnið með starfsmanni A á sömu deild áfram eins og þau höfðu gert fram að meintu broti svo vinnuveitandi færir A yfir á aðra deild.
  • Starfsmaður A, (gerandinn), telur þá afgreiðslu vinnuveitanda vera ranga og ærumeiðandi gegn sér og kærir ákvörðun yfirmanna spítalans.
  • Héraðsdómur dæmir á þann veg að ákvörðun vinnuveitanda um að færa A til í starfi er felld úr gildi og A eru dæmdar kr. 500.000  í miskabætur.
  • Málinu var áfrýjað og Hæstiréttur staðfestir ógildingu ákvörðunar um að færa A til í starfi og hækkar miskabætur upp í kr. 800.000.

Þetta er ótrúlegt að hugsa sér en er nú samt lýsing á raunverulegum atburðum eins og segir í frétt um málið á Vísi.is og nálgast má hér. Það er kannski enn ótrúlegra hve hljótt þetta fór. Þannig olli þessi dómur t.d. engri reiðiöldu í samfélaginu, bloggarar héldu að mestu ró sinni, engar fésbókargrúppur voru stofnaðar þar sem fólk kepptist við að lýsa vandlætingu sinni á hinu öfugsnúna réttarfari.

Þegar ég leita skýringa í huga mínum fyrir því hve lítil viðbrögð þessi dómur vakti, sérstaklega miðað við þau viðbrögð sem sýknudómar í kynferðisbrotamálum kalla oft fram, kom óneitanlega upp í huga minn hvort skipt gæti máli að starfsmaður A er kona en starfsmaður B er karl.

Ja, maður spyr sig.

SJ

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: