Áhrif kreppunnar á velferð kvenna

30.3.2011

Blogg

Þetta er yfirskrift úttektar Eyglóar Árnadóttur og Evu Bjarnadóttur sem þær unnu fyrir Velferðarvakt Verlferðarráðuneytisins og kynnt var á fundi hennar þann 1. febrúar sl.

Það þarf ekki að velta vöngum lengi yfir hvert sé markmið skýrslu sem ber titilinn Áhrif kreppunnar á velferð kvenna. Hér á að sýna fram á bága stöðu kvenna – sama hvað. Markmið er svo eflaust að hagnýta skýrsluna til að koma á jákvæðri mismunun á einhverjum sviðum.

Til að missa nú örugglega ekki marks eru þær stöllur fengnar til starfans en þær eru vel skólaðar í femínískri rétthugsun. Eygló er MA í kynja[kvenna]fræði og Eva er BA í Stjórnmála- og kynja[kvenna]fræði auk þess að vera MSc í alþjóðastjórmálakenningum.

Fyrir mig var hápunktur skýrslunnar á glæru 11 en þar segir orðrétt og í þessari röð:

  • Karlar eru oftar í vanskilum
  • Konur eru í meirihluta þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman

Ég myndi kannski skilja hvernig þetta fer saman hefði ég numið kvennafræði við Háskóla Íslands, hver veit.

Úttekt þeirra má nálgast hér.

SJ

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: