Kynbundinn dauðamunur mestur á Íslandi

28.3.2011

Blogg

Ef karlmenn háðu réttindabaráttu á sama hátt og forréttindafemínistar, hefði þetta getað verið fyrirsögn fréttar á mbl.is þar sem fjallað var um tíðni banvænna vinnuslysa á Norðurlöndunum:

„Alls var tilkynnt um 1243 banaslys við vinnu á Norðurlöndunum á árunum 2003 til 2008. Þetta svarar til 1,51 til 2,49 banaslysa á hverja 100.000 starfandi á ári hverju, mismunandi milli landa, en hlutfallið var hæst á Íslandi.

Norræna vinnuverndarnefndin gekkst fyrir rannsókn á umfangi banaslysa við vinnu á árunum 2003 til 2008.  Horft var til umfangs slysanna og einnig þeirra kerfa sem notuð eru til að tilkynna þau, rannsaka og skrá. Slys á sjó og í lofti sem og umferðarslys á þjóðvegum voru ekki tekin með í þessari athugun.

Fram kemur í skýrslu, sem birt er á vef Norðurlandaráðs, að meira en 93% þessara slysa voru á karlmönnum og hlutfallið er 100% á Íslandi. Þetta endurspegli án efa hlutfall karlmanna í hættulegustu starfsgreinunum, s.s. landbúnaði , mannvirkjagerð og samgöngum og flutningum.

Algengast var að þessi slys tengdust notkun vinnuvéla og orsök slysanna tengdust því að missa stjórn á búnaði, hruni á efni eða vöru, eða því að hinn látni hafði fallið“

Ekki aðeins er tíðni banaslysa við vinnu hæst hér á landi heldur er hlutfall karla, miðað við konur, sem deyja við vinnu sína einnig hæst á Íslandi af samanburðarlöndum eða 100% á tímabilinu sem rannsóknin náði til.

Á sama tíma og karlmenn láta lífið við að framfleyta sér og fjölskyludum sínum vilja forréttindafemínistar ekki linna látum fyrr en karlar og konur hafa jafn há laun að meðaltali (sbr. útrýma launamun kynjanna en ekki bara kynbundnum launamun).

Að öllu öðru jöfnu, mætti því segja að forréttindafemínistar meta þá áhættu sem karlar taka aukalega á sig til að afla sér, fjölskyldum sínum og þjóðarbúinu tekna – einskis virði.

Já, femínismi er fallegur.

SJ

,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: