Forsætisráðherra brýtur jafnréttislög

24.3.2011

Blogg

Ég ætla að taka upp hanskann fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur.

Úrskurðarnefnd Jafnréttismála úrskurðar að ráðning ráðuneytis hennar á skrifstofustjóra hafi verið á svig við lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Arnar Þór Másson var metinn hæfari en Anna Kristín Ólafsdóttir af þeim sem stóðu að ráðningunni fyrir ráðuneytið. Þessu var Anna ósammála og kærði en eins og þegar hefur komið fram, tekur úrskurðarnefnd Jafnréttismála undir það með henni.

Úrskurður nefndarinnar sýnir að núverandi lagaumhverfi er gallað. Nú er litið svo á að sá sem ræður til starfans, í þessu tilviki ráðuneytisstjóri, sé ekki best til þess fallinn að meta hvaða hæfni og kosti umsækjandi um starf þarf  að hafa til að bera til að ná árangri í starfi sínu.

Kærandi var í fimmta sæti í hæfnismati sem samið var með hliðsjón af þörfum ráðuneytisins, það mat var lagt til grundvallar ráðningunni. 

Þetta sýnir að Jóhanna braut ólög.

SJ

, ,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: