Kynleg kynjuð fjárlagagerð?

21.3.2011

Blogg

Í aðsendri grein í Fréttablaðinu og á vísi.is gagnrýnir Þórveig Þormóðsdóttir, formaður Jafnréttisnefndar BSRB, atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar og leggur þá sérstaklega út frá fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar varðandi kynjaða fjárlagagerð. Það er augljóst að Þórveig er ekki sátt við stöðu kvenna sem hún virðist hafa haldið að ætti að verða svo mikið betri miðað við karla með tilkomu kynjaðrar fjárlagagerðar. Við skulum grípa niður í nokkur ummæli hennar:

„Fjárlögin frá efnahagshruni hafa verið fjárlög niðurskurðar. Snemma varð ljóst að sú atvinnustefna sem boðuð var myndi koma harðar niður á konum en körlum. Í júní 2009 sendi jafnréttisnefnd BSRB frá sér ályktun þar sem nefndin hafnaði atvinnustefnu á kostnað kvenna“

Þá segir Þórveig:

„Atburðarásin mætti hins vegar ekki verða sú að kvennastéttum sé ýtt út af vinnumarkaði við fjármögnun verkefna til að skapa ný störf fyrir karla. Sú hefur því miður orðið raunin“

Og loks:

„Niðurskurður í velferðarkerfinu gengur því þvert gegn yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð“

Það er greinilegt að Þórveigu finnst kreppan vera að bitna verr á konum en körlum. Þórveig er engin leikmaður þegar kemur að jafnréttismálum, ekki aðeins er hún formaður Jafnréttisnefndar BSRB heldur á hún einnig sæti í Jafnréttisnefnd Menntamálaráðuneytisins auk þess sem hún sat í Jafnréttisráði á árunum 2007 til 8. Grein hennar vakti mig því til umhugsunar. 

Ég kíkti inn á vef Vinnumálastofnunar og kannaði nýjustu tiltæku tölur um atvinnuleysi en þær eru fyrir febrúarmánuð. Þær litu svona út:

Heildarfjöldi atvinnulausra: 14.873
Þar af konur 6.329 eða 43% allra atvinnulausra.
Þar af karlar 8.544 eða 57% allra atvinnulausra.

Þegar grein Þórveigar er skrifuð er atvinnuleysi meðal karla um 35% meira (þriðjungi meira) en meðal kvenna. Þetta vakti spurningar því varla geta þessar tölur hafa legið til grundvallar mati hennar á bágri stöðu kvenna með tilliti til aðgerða ríkisstjórnarinnar því þær benda jú einmitt til hins gagnstæða.

Ég ákvað því að líta á tölur um opinbera starfsmenn (starfsmenn ríkis og bæja) og hugsaði með mér að þar hlytu að blasa við mér vísbendingar um þessa afleita stöðu kvenna. Skv. nýjustu aðgengilegu tölum frá Fjármálaráðuneytinu annarsvegar og Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga hinsvegar er staðan þessi:

Opinberir starfsmenn: 41.042.
Þar af konur 28.254 eða 69% allra opinberra starfsmanna.
Þar af karlar 12.788 eða 31% allra opinberra starfsmanna.

Það er nefninlega það. Þó það séu 2.215 færri konur en karlar á atvinnuleysisskrá þegar grein Þórveigar er skrifuð og hvorki meira né minna en 15.466 fleiri konur en karlar njóti starfa hjá hinu opinbera eru konur samt að bera skarðan hlut frá borði vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar.

Kynlegur málflutningur það.

SJ

, , ,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: