Lánatryggingasjóður kvenna endurvakinn

19.3.2011

Blogg

8. Mars sl. var góður dagur fyrir konur. Svo góður að ástæða er til að óska konum til hamingju með það … að vera konur. Þennan dag var Lánatryggingasjóður Kvenna endurvakinn með samkomulagi milli Velferðarráðherra, Guðbjarti Hannessyni, Katrínu Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra og Jóni Gnarr, borgarstjóra.

Stofnfé sjóðsins er 70 milljónir króna og er ætlað að veita ábyrgðir á lán kvenna hjá hefðbundnum lánastofnunum. Áætlanir sjóðsins eru að hægt verði að veita ábyrgðir fyrir allt að fimmfaldri stofnfjárhæð eða um 350 milljónum króna.

Hlutverk sjóðsins mun, skv. fyrirliggjandi samningi, einnig vera ætlað að veita konum ókeypis rekstrarráðgjöf í tengslum við veitingu ábyrgða úr sjóðnum. Samninginn má nálgast hér fyrir áhugasama en markmið hans eru: 

  1. Að styðja við bakið á konum sem eiga og reka smærri fyrirtæki.
  2. Að stuðla að því að auka hlut kvenna sem eigendur og stjórnendur fyrirtækja.
  3. Að auka aðgengi kvenna að fjármagni til fyrirtækjareksturs.
  4. Að fjölga störfum og stuðla að nýnæmi í atvinnulífi.
  5. Að veita ráðgjöf og stuðning við konur sem fá lán og gefa þeim kost á handleiðslu og stuðningi.
  6. Að hvetja jaðarhópa kvenna til þátttöku í atvinnulífinu, svo sem innflytjendur.

Það hefði nú mátt spara blekið þarna og segja að markmiðið væri:

  1. Að veita konum í atvinnurekstri betri aðganga að fjármagni en karlkyns samkeppnisaðilum og forskot á þá í samkeppni með þróunarstyrk frá ríki og borg.

Hreint dásamlegt alveg fyrir þær konur sem munu koma til með að nýta sér þetta. Við skulum ekkert vera að spilla gleðinni með því að kíkja á hlutfall atvinnulausra karla á móti hlutfalli atvinnulausra kvenna eða velta fyrir okkur lögmæti svona aðgerðar.

SJ

,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: