Bækur: Legalizing Misandry

15.2.2011

Bækur

Legalizing misandry

Legalizing Misandry er önnur bók í ritröð þeirra Katherine Young og Paul Nathanson þar sem skoðað er umfang og áhrif karlfyrirlitningar. Í fyrri bók sinni Sprading Misandry var lagt út frá ímynd karlmannsins eins og hún birtist í poppkúlutúr nútímans en að þessu sinni er horft til þess hvaða áhrif sú ímynd hefur haft á mótun samfélagsins.

Höfundar færa rök fyrir því að [forréttinda]femínistar séu í raun að ná ágætis árangri í að endurmóta samfélagið eftir hugmyndafræði sinni og hvernig málflutningur þeirra hefur leitt af sér að nú virðist leyfilegt að tala um karlmenn sem þjóðfélagshóp á niðrandi og meiðandi hátt einan þjóðfélagshópa. Jafnrétti sé ætið eingöngu skoðað út frá sjónarhóli kvenna sem leiði til misréttis gagnvart körlum sem m.a. hafi getið af sér hugmyndina um góðu konuna og vonda karlinn.

Rakin eru dæmi um hvernig hugmyndafræði femínista hefur sannarlega leitt til breytinga á lögum, opinberri stefnumótun, menntun og ekki síst hvernig fjölmiðlar hafa látið móta sig af herskárri orðræðu femínista. Þó bókin sé skrifuð með bandarískan og kanadískan raunveruleika í huga er það alls ekki svo að hún eigi ekki erindi við íslenska lesendur. Karlfyrirlitning er samfélagsmein sem virðist vera áberandi öllum löndum sem íslenska þjóðin vill miða sig við og birtingarmynd karlfyrirlitningar er í flestu samhengi mjög lík milli landa.

Eins og fyrri bókin, Spreading Misandry, þá er þetta afbragðs fín bók fyrir áhugafólk um jafnrétti, hárbeitt ádeila á tíðarandann og safn vel unnina heimilda um hvernig karlfyrirlitning hefur leitt til raunverulegs misréttis gagnvart karlmönnum.

Útgáfuár: 2006
Síðufjöldi: 650

SJ

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: