Máttur kvenna

12.3.2010

Blogg

Háskólinn á Bifröst hefur um skeið boðið upp á almennt rekstrarnám sem eingöngu er ætlað konum, Máttur kvenna l og ll.

Námið hefur enga þá sérstöðu að það rættlæti að körlum sé meinaður aðgangur að því. Kenndar eru greinar eins og bókhald, upplýsingatækni, markaðs- og sölumál, fjármál og áætlanagerð. Allt greinar sem karlar og konur þurfa að læra til að geta unnið við.

Hvað næst, kjörbúð fyrir konur, matsölustaður fyrir konur, strætisvagnar fyrir konur? … Því ekki það? allavega sé ég þetta allt fyrir mér áður en að nokkur íslenskur skóli tekur upp á því að bjóða upp á námsbrautir fyrir karla.

Mikill er máttur kvenna.

SJ

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: